Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 29
21
skrá skyldi alla vinnu við heyskap á einni færu. Skrá skyldi hvenær verk voru unnin og hve
mikinn tíma vinnan við hvern verkþátt tók, hve stór færan var, uppskerumagn, helstu gras-
tegundir og hversu slétt færan var að mati bóndans. Samhliða var tekið sýni af uppskerunni á
hverri færu við hirðingu. Að síðustu voru vélagerðir og aðrar upplýsingar eins og lengd
akstursleiða skráð. Nokkuð misjafnt var hve margar færur
hver bóndi skráði; þær voru allt frá tveimur og upp í sex.
Affakstur þessarar skráningar er grunnurinn að því gagna-
safni sem eftirfarandi niðurstöður byggja á.
Heyskapartíð sumarið 1996 var mjög hagstæð eins og
tölurnar í 1. töflu bera með sér. Því má reikna með að
óbeinn vélakostnaður vegna tafa á heyskap og hraknings
hafi verið með allra minnsta móti. Þetta verður að hafa í
huga við mat á niðurstöðunum.
Dreifitig
Eins og fram kemur í 2. töflu er dreifing búanna nær ein-
vörðungu bundin við þrjá landsfjórðunga. Aftur á móti
skiptast þau jafnt á milli þeirra.
Yfirgnæfandi meirihluti búanna, eða 78% þeirra, eru
kúabú og því einkennast gögnin af gæðakröfúm kúabænda
til heyja. Um 13% eru sauðfjárbú og um 9% eru blönduð.
Allt eru þetta meðalfjölskyldubú yngri bænda.
Eins og við mátti búast stóðu þrjár heyskaparað-
ferðir upp úr hvað varðar tíðni. Af þeim 77 færum, sem
mynda gagnasafnið, var heyjað í smábagga á 16, þurrhey á 21 og rúllur á 35. Aðeins var
heyjað í vothey á 5 færum, en þær tölur eru samt sem áður með þó svo augljóslega gefi þær
ekki færi á mikilli túlkun.
Kostir og gallar gagnasafnsins
Kostir þessa gagnasafns eru að það gefur vísbendingu um þá vinnu sem raunverulega fer í
heyskap á hverjum bæ. Afköst véla t.d. í búvélaprófúnum geta gefið ranga mynd af afköstum
vegna þess að aðstæður við prófún séu með öðrum hætti en hjá bændum, stærð, lögun og
sléttleiki túna, stærð dráttarvéla önnur og vitneskja þess sem verkið vinnur um afkastagetu
vélanna meiri.
Gallarnir á gagnasöfnum sem safnað er af mörgum aðilum eru að samræmi skráningar
er oft ekki eins og best verður á kosið. Sumir telja tímann frá því að dráttarvél er sótt og þar
til ffá henni er gengið hluta af verktíma en aðrir taka aðeins þann tíma sem vélin er í virkri
vinnu. Alvarlegasti gallinn er nú samt hve skráning á uppskerumagni er breytileg. Taldar eru
uppskerueiningar s.s. baggar og rúllur en eftir þeim má vel reikna uppskeru. Verra er hins
vegar að giska á það heymagn sem er í einum heyhleðsluvagni. Mikil hjálp er í niðurstöðum
1. tafla. Fjöldi þurrviðrisdaga 1996
(úrkoma<0,l mm).
Júnf Júlí
Reykjavík 14 15
Akureyri 15 21
Hella 12 12
Hæll 17 12
(Veðráttanl996)
2. tafla. Dreifing könnunarbæja um landið.
Bæir Hlutfall
Suðurland 8 35%
Vesturland 7 30%
Vestfirðir 1 4%
Norðurland 7 30%
Austurland 0 0%
23