Ráðunautafundur - 15.02.1998, Qupperneq 31
23
Lögun línunnar bendir til þess að jaðarþurrkhraði sé fallandi, þ.e. að hraðasta þurrkunin
sé fyrst en hraði hennar fari minnkandi. Hröðust er þurrkunin fyrstu tvo daganna en eftir það
þornar heyið mun hægar.
Afköst
Vegna þess að markmið með heyskapnum er að ná ákveðnu magni heyja og uppskerumagnið
er ráðandi um afköst hirðingartækja er eðlilegt að mæla vélavinnu í klukkustundum á tonn
þurrefnis; afköst eru því meiri sem vélavinna er minni á hvert tonn. Hins vegar eru afköst véla
eins og heyþyrlna og sláttuvéia ekki síður háð því flatarmáli sem farið er yfir. Til að gæta
samræmis er hins vegar einungis stuðst við fyrrnefnda einingu (klst/t þe.). Hún hefur einnig
þann kost að hún auðveldar kostnaðarútreikning því eðlilegast er að reikna hann sem krónur á
magneiningu á sama hátt og fóður er verðlagt.
Þó markmið þessarar athugunar hafi verið að bera saman heyskaparaðferðir er ólíklegt
að þær haft áhrif á önnur vinnubrögð en við hirðinguna sjálfa. Þannig ættu t.d. afköst við slátt
að ráðast af vinnslubreidd sláttuvélar. Því er eðlilegt að vinnutími við slátt, snúning og
hirðingu séu skoðuð sér án tillits til heyskaparaðferða heldur einungis með tilliti til umferða-
fjölda. Niðurstöður fylgnireikninga milli afkastagetu og skýrandi stærða koma fram í 3. töflu.
3. tafla. Fylgni á milli vélavinnu við slátt, snúning og görðun og skýrandi stærða.
Röð i 2 3 4 5 6 7 8 9 10
1 Afköst við slátt klst/t þe. 1,00
2 V.br. sláttuvélar m -0,38 1,00
3 Afköst við snúning klst/t þe. 0,04 -0,07 1,00
4 V.br. heyþyrlu m 0,13 0,46 -0,31 1,00
5 Afköst við görðun klst/t þe. -0,28 -0,13 0,19 -0,42 1,00
6 V.br. múgavélar m 0,09 -0,09 -0,03 0,04 -0,09 1,00
7 Aflmesta dráttarvél hö 0,11 0,06 -0,18 0,16 -0,34 -0,18 1,00
8 Meðalafl dráttarvéla hö -0,03 0,28 -0,14 0,29 -0,44 -0,07 0,67 1,00
9 Uppskera FEm/ha 0,00 -0,42 0,07 -0,36 -0,01 -0,01 0,13 -0,05 1,00
10 Stærð ha 0,05 0,04 0,07 0,19 -0,24 -0,08 0,12 0,37 -0,16 1,00
(p=0,05: r>0,217; p=0,01: r>0,283)
Eins og sjá má er fylgnin ekki sterk á milli afkasta og vinnslubreiddar vélanna. Hún er
þó marktæk fyrir sláttuvélar og heyþyrlur en ekki fyrir múgavélar. Þetta bendir til þess að
breytileikinn á milli búa, sem að stærstum hluta hlýtur að fela í sér áhrif stjórnanda og að-
stæðna, vegi þarna mun þyngra. Vinnslubreidd múgavéla segir ekki alla söguna því grund-
vallarmunur er á algengustu gerðum þeirra, þ.e. hjólmúgavélum og stjörnumúgavélum. Fer-
vikagreining leiddi í ljós marktækan (p<0,01) mun milli þessara gerða burtséð frá vinnslu-
breidd. Svarar hann til 0,11 klst/t þe. styttri tíma í görðun með hjólmúgavél en stjörnumúga-
vél. Fyrir tún með 3,5 t þe./ha uppskeru mundi þetta þýða um 23 mín/ha. Hjólmúgavélar eru
til muna ódýrari tæki en stjörnumúgavélar svo haldbær rök verða að vera fýrir því að hafna
þeim kosti.
Samræmi innan vélgengja hvað varðar afkastagetu virðist ekki vera mikið. Nokkuð góð