Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 37
29
NIÐURLAG
Niðurstöður þessarar könnunar á vinnu og vélanotkun við heyskap á 23 bæjum sumarið 1996
má í aðalatriðum draga þannig saman:
• Heildarvélavinna við heyskap nam 2,43 klst/t þe. við smábagga, 2,75 klst/t þe. við
laust þurrhey, 2,42 klst/t þe. við rúllur og 2,55 klst/t þe. við vothey í flatgryfjum.
• Marktækur munur var ekki á vélaafköstum á milli heyskaparaðferða.
• Könnunin leiddi glöggt í ljós áhrif stjórnanda á heyskaparafköstin og þá um leið
áhrif hans á nýtingu vélafjárfestingarinnar.
• Gott samræmi virðist vera milli þessara niðurstaðna varðandi heildarvélakostnað og
þess sem lesa má úr búreikningum.
• Fastur kostnaður er ráðandi þáttur í vélakostnaði. Af því leiðir að því umfangsmeiri
sem heyskapurinn er því minni er kostnaðurinn á hverja einingu heys.
• Sterkt samhengi er milli afkastagetu búvéla og verðs þeirra. Vannýtt afkastageta
leiðir því til dýrari heyja. Því er mikilvægt að sníða fjárfestingu í búvélum að af-
kastaþörfúm búsins á fyrirsjáanlegum endingartíma þeirra.
ÞAKKARORÐ
Bændunum öllum, sem lögðu til gögn í athugum þessa, er þökkuð fyrirhöfnin við skráningu
og sýnatöku. Runólfur Sigursveinsson ráðunautur reyndist okkur góður umboðsmaður á
Suðurlandi og Álfhildur Ólafsdóttir, þá ráðunautur, í Eyjafirði. Nemendur búvísindadeildar III
1996-1997 tóku virkan þátt í verkinu, en einn þeirra Einar Eðvald Einarsson frá Syðra-
Skörðugili átti ffumhugmyndina að því. Þessum öllum er þakkað.
HEIMILDIR
Pétur Jónsson, 1993. Vélvæðing í íslenskum landbúnaði. FjölritRALA 162.
Forristal, D., 1995. Study of Machinery Costs on Irish Tillage Farms. Teagasc. 37 bls. ISBN 0 948321 94 6.
Hagþjónusta landbúnaðarins, 1997. Niðurstöður búreikninga 1996. Rit Hagþjónustu landbúnaðarins 2:1997.
Witney, B., 1988. Choosing and Using Farm Machines. Landtechnology Ltd. 412 bls. ISBN 0 9525596 0 9.
Veðurstofa íslands, 1996. Veðráttan 1996. Mánaðaryfirlit samið á Veðurstofunni., júní- & júlíhefti.