Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 38
30
RAÐUNRUTFIFUNDUR 1998
Kjörtímaáhrif á heyskap
Eiríkur Blöndal
Rannsóknastofnun landbúnaðarins, bútœknideild
INNGANGUR
Fjárfestingar í tækjum til heyskapar eru oft gerðar með það að markmiði að auka afköstin og
auka þar með uppskeruverðmætið. Árlegur fastur kostnaður vegna fjárfestingar vegur þungt
en hann er auðvelt að áætla. Aukningu í uppskeruverðmæti sem kann að verða vegna fjár-
festinga er hins vegar erfiðara að reikna út.
Hugtakið „óbeinn kostnaður" er hér notað um kostnað og tapaðar tekjur sem ekki koma
fram sem reiknisfærður kostnaður, en verður til vegna ónákvæminnar meðhöndlunar á
heyinu. Óbeinum kostnaði í heyskap má gróft skipta þannig:
• Þurrefnis- og gæðatap sem verður vegna ónákvæminnar verkunar og geymslu heys.
• Þurrefnis- og gæðatap vegna ónákvæminnar tímasetningar á heyskap, svonefnd
kjörtímaáhrif.
KOSTNAÐUR VEGNA KJÖRTÍMAFRÁVIKS
Þessi grein fjallar um áhrif kjörtímafráviksins á heyskaparkostnaðinn. Eins og áður er sagt
verðum við fyrir tapi vegna þess að við megnum ekki að slá og hirða allt túnið þegar verð-
mæti uppskerunnar er mest. Hve langan tíma heyskapurinn tekur ræðst af afköstum og tíðar-
fari. Við getum slegið því föstu að breyting uppskeruverðmætis er háð þeirri framleiðslu sem
við stundum. Hámjólka kýr þurfa t.d. kjarnmeira hey en geldneyti. Vandinn er því að finna
uppskeruverðmætið fyrir þær fóðurjurtir sem við ræktum og hvernig það breytist fyrir þá
hópa af búfénaði sem við höldum. Ef við tökum dæmi um tún þar sem vallarfoxgras er
ríkjandi, þá eykst þurrefnis- og fóðureiningauppskera eftir því sem við drögum sláttinn, en að
sama skapi fellur orkugildið. Hentugasti sláttutími fyrir þessa spildu hlýtur því að ráðast af
því hvaða gripi á að fóðra. Hér á eftir er ætlunin að skoða betur kostnað vegna kjörtímafrá-
viks, þegar fóðrið er ætlað mjólkurkúm. Eftirfarandi forsendur eru notaðar:
• Aðalgrastegund í túni er vallarfoxgras og uppskeran 1. júlí er 3500 kg þe./ha, hún
eykst um 113 kg þe./dag. FEm gildi (fóðurs) er á sama tíma áætlað 0,9 en fellur um
0,005 FEm á dag (Byggt á: Guðni Þorvaldsson og Hólmgeir Björnsson 1990).
• Kýrnar eru fóðraðar til orkujafnvægis. FEm þörfrn er áætluð samkvæmt Harstad
(1994). Átgeta á gróffóðri er áætluð samkvæmt líkingunni: y=2,71«x+0,24, þar sem
y er átgeta á þe. í % af þunga og x er FEm gildið (Gunnar Ríkharðsson og Einar
Gestsson 1995). Þá orku sem vantar upp á þegar kýrnar hafa étið gróffóður sam-
kvæmt þessari líkingu er reiknað með að sé gefið sem kjarnfóður með 1 FEm/kg þe.
og 88% þe.