Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 40
32
Dagar, 0 = 7 dagar fyrir skrið
3. mynd. Reiknaður kostnaður vegna kjörtímafráviks (kr/ha) við mismunandi kjarnfóður-
verð. Nythæð sett til 25 kg OLM.
DÆMI UM KJÖRTÍMAKOSTNAÐ Á KÚABÚI
Tökum nú dæmi um kúabú þar sem fóðraðar eru 30 kýr og meðalársnyt er 5000 kg OLM.
Túnið er nægilega stórt. Burðartíminn dreifist yfir allt árið. Við gerum ráð fyrir 250 inni-
fóðrunardögum fyrir kýrnar en horfúm ffarn hjá geldneytunum og segjum að á fóður þeirra
falli ekki kostnaður vegna kjörtímafráviks. Við höfúm tök á að skipta kúnum í tvo hópa eftir
því hvaða gróffóður þær fá, en kjarnfóður er gefið í því magni sem þarf til að fullnægja orku-
þörf. Við skiptum heyskap og heyfeng í tvennt þannig að heyfengur frá fyrri hluta heyskapar
er gefin þeim kúm sem mjólka meira en 15 kg OLM/dag.
Nú viljum við bera saman þrjár vélalínur sem nota mætti við heyskapinn. Með vélalínu
A má ná a.m.k. 2 ha meðalafköstum á dag, þegar tekið er tillit til seinkunar af völdum veðurs
og tiltæks mannafla, með vélalínu B má ná 5 ha/dag og með vélalínu C 10 ha/dag afköstum
miðað við sömu forsendur.
Eftir því sem á líður sláttutímann breytist bæði uppskerumagn á hektara og m.a. orku-
gildið. Það er því þörf á að finna meðaluppskeru og meðal FEm gildi fyrir fóðrið. í dæminu
hér eru þessi meðalgildi fundin út frá jöfnum 1, 2 og 3. Fjöldi þeirra daga sem kýrnar standa í
ákveðinni nyt er fúndinn samkvæmt 1. töflu.
1. tafla. Áætlaður árlegur íjöldi daga í hverjum fóðrunarflokki við 5000 kg OLM meðalnyt (HFE33 1994)
(Fóðrun fyrir burð tekin með flokki 7,5-10).
Nythæð, kg OLM 22,5-25 20-22,5 17,5-20 15-17,5 12,5-15 10-12,5 7,5-10 0-7,5
Dagar á ári Dagar samtals, 30 kýr og 50 60 40 40 30 30 45 70
250 innifóðrunardagar 1027 1233 822 822 616 616 925 1438
Meðalþurrefnisuppskera [kg * þe.l ha] =
1 '2
------í (þen + a * x)dx
t2—tl *| 0
(1)