Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 45
37
Heyátið
Heyát var mælt í þremur tilraunum. Mælingarnar voru gerðar á hópum lambgimbra. Voru
fjórar í hverjum hópi. í hverri tilraun stóðu átmælingar í þrjár vikur að loknu forskeiði og
fengu lömbin þá aðeins hey. Gefið var tvisvar á dag þannig að dagsgjöf var 10-15% meiri en
heyátið daginn á undan. Helstu niðurstöður heyátsmælinganna eru dregnar saman á 2. mynd.
Heyátið er reiknað í g/kg efnaskiptaþunga (esk) sem er meðalþungi lambgimbranna á tilrauna-
skeiði í veldinu 0,75. Vakin er athygli á því að ekki er sami fjöldi mælinga að baki báðum að-
hvarfslínunum.
Þurrefni,%
2. mynd. Heyát lambgimbra: rúlluhey á ýmsum þurrkstigum með og
án íblöndunar með Foraform.
Aðhvarfslíkingarnar eru þessar:
Án íblöndunar: y=28,6+l,155x-0,009x2 R2=0,66 p=0,039
Með íblöndun: y=24,l+l,815x-0,019x2 R2=0,90 p=0,105
Með íblöndun reyndist heyið étast betur en án hennar. Nam munurinn 10-11% í lítt for-
þurrkuðu heyi. Gætti áhrifanna allt upp fyrir 45-50% þurrefni sem telja verður sérstætt miðað
við fyrri reynslu af íblöndun. Maurasýruríkt hjálparefni virðist því vera valkostur sem bera má
saman við forþurrkun, t.d. ef veðurútlit er tvísýnt/óhagstætt (sjá einnig 2. töflu) og krafist er
mikilla afkasta við heyskapinn. Þannig virðist mega ná svipuðu heyáti með því annars vegar
að binda íblandað hey í rúllur með 30% þe. og hins vegar að forþurrka það upp að 41-42%
þe. og verka án íblöndunar. Þótt lömb hafi gefið glögga svörun við íblönduninni er ekki sjálf-
gefið að sömu áhrifa sé að vænta t.d. hjá mjólkurkúm. Miðað við aðrar rannsóknir er það þó
líklegt.
Heyhrakningur - íblöndun
í tveimur tilraunum lenti heyið í hrakningi; í þeirri fyrri 5,4 mm úrkomu sem tafði hirðingu
um einn sólarhring, og í þeirri síðari 7,5 mm sem dreifðust á fjóra úrkomudaga. Meðaltölur úr
tilraununum fyrir nokkra einkennisþætti gerjunar og fóðurgildis heysins eru sýndar í 2. töflu.
Þurrkstig hrakins og óhrakins heys er ekki alveg það sama og það flækir samanburðinn
nokkuð.