Ráðunautafundur - 15.02.1998, Side 46
38
2. tafla. Áhrif hraknings og íblöndunar á verkun og lystugleika rúiluheys.
Án íblöndunar Með íblöndun
Þurrefni heysins, %
Ferskt hey 35,0 34,0
Hrakið hey 41,1 39,6
Sykrur, % af þe.
Ferskt hey 4,7 7,8
Hrakið hey 2,4 6,3
Mjólkursýra, % af þe.
Ferskt hey 0,64 0,42
Hrakið hey 0,58 0,38
Ammoníak-N, % af N-alls
Ferskt hey 7,8 5,4
Hrakið hey 7,8 6,1
Reiknað orkugildi, FEm í kg þe.
Ferskt hey 0,78 0,81
Hrakið hey 0,74 0,79
Heyát g þe./kg lif. þunga0,75 - aðeins ein tilraun
Ferskt hey 51 58
Hrakið hey 51 52
Hrakningurinn hefur ekki stórspillt heyinu hvað verkun snerti þótt gengi hann nokkuð á
fóðurgæði þess (sykrur og FEm/kg þe.). Við íblöndunina dró úr gerjuninni; mjólkursýru-
myndunin varð minni og niðurbrot próteinsins einnig (NH3-N). íblöndunin dró umtalsvert úr
rýrnun reiknaðs fóðurgildis. Það skilaði sér hins vegar ekki í heyátinu. Saman valda þó
tölurnar því að munur á fóðrunarvirði heysins (= heyát x orkugildi) er 9% hrakningnum í
óhag en 13% íblönduninni í hag. Þannig virðist mega sjá við áhrifum hrakningsins með
íblöndun hjálparefnis. Árétta þarf að í þessum þætti matsins liggur aðeins ein tilraun að baki.
Hann þarf að rannsaka nánar.
Reynsla bœndanna af Foraform
Hjálparefhið var reynt við hefðbundnar aðstæður hjá nokkrum bændum eins og fyrr sagði.
Mest var efnið notað í há en einnig í fyrri sláttar hey og í grænfóður (rýgresi). Flestir
bændanna notuðu lauskjarna bindivélar og dreifibúnað eins og áður var lýst. Þeir notuðu að
jafnaði heldur minna magn efnis en ffamleiðandi ráðlagði. Bændurnir gáfu umsögn um
reynslu sína en einnig sendu þeir heysýni til efnarannsókna. Meðalgildi úr heysýnunum eru
sýnd í 3. töflu.
3. tafla. Meðaláhrif íblöndunar á verkun rúlluheys á 6
bæjum.
Án íblöndunar Með íblöndun
Þurrefni, % 35,0 35,0
Sýrustig, pH 5,00 4,85
Orkugildi, FEm/kg þe. 0,90 0,90
Prótein, % af þe. 18,7 18,5
Heldur hafði íblandaða heyið vinninginn hvað sýrustig snerti. Að öðru leyti reyndist
enginn munur vera á milli samanburðarliða. Kemur það heim við ffásagnir bændanna: þeir