Ráðunautafundur - 15.02.1998, Side 48
40
en styttingu þurrktíma heysins hins vegar. Miðað við núverandi verð á kjarnfóðri virðist 5-8%
aukning heyáts nauðsynleg til þess að vega upp beinan kostnað af notkun hjálparefnisins, sé
miðað við fóðrun mjólkurkúa. Fóðurtilraunirnar með lömbin sýndu um það bil 10% átmun
hjálparefninu í vil (2. mynd). Á búum þar sem kjörtímaáhrif heyskapar eru sterk er hver stund
dýrmæt; þetta á einnig við hjá verktökum (og samvinnubændum) við heyskap. Það sama á við
í óhagstæðu tíðarfari. Taka má dæmi byggt á tölum úr 2. töflu:
Reiknað orkugildi fersks heys með íblöndun var 0,81 FEm/kg þe. en þess sem hrakist hafði og verkað var
án íblöndunar 0,74 FEm/kg þe. Við 3500 kg uppskeru þe. svarar munurinn til 3500x(0,81-0,74) = 245
FEm. Verðmæti þeirra ræðst af aðstæðum á hverju búi en gæti verið um það bil 8000 kr á kúabúi ef bæta
þyrfti tapið með kjarnfóðri. Eftir er þá að taka tillit til efnataps við hrakninginn og hugsanlegs átmunar.
Munurinn er því að Iágmarki 8000/3500 = 2,29 kr/kg þe. sem dugir fyrir efniskostnaði við íblöndun sem
talinn var Iiggja á bilinu 0,80-2,00 kr/kg þe.
Að „kaupa“ styttingu þurrktíma heysins á velli með hjálparefni getur því verið hag-
kvæm leið til þess að halda fóðrunarvirði heysins uppi en framleiðsluverði niðri. Nauðsynlegt
er hins vegar að meta hana út ffá forsendum hvers bús hverju sinni. Leiki vafi á verðrænum
ábata kallar fátt á notkun hjálparefna við verkun á heyi.
ÞAKKIR
Öllum þeim sem hjálpuðu til við að gera þessa rannsókn er þakkað. Ber þar einkum að nefna
starfsmenn Bútæknideildar RALA á Hvanneyri, rannsóknastofu Hvanneyrarskóla svo og ráðs-
mann skólabúsins og samstarfsmenn hans. Þá ber einnig að nefna bændurna sem aðstoð
veittu. Þeir með fólki sínu sýndu mikla lipurð við verkið og lögðu á sig margs konar ómak svo
það mætti ganga liðlega. Loks er Hydro Nutrition þakkað fyrir samstarfið en þeir greiddu
75% beins kostnaðar við rannsóknina.
HEIMILDIR
Bjarni Guðmundsson, 1994. Áhrif forþurrkunar, skurðar og notkunar Kofasafa á verkun heys í rúlluböggum. Bú-
visindi, 8/94: 115-125.
Bjarni Guðmundsson, 1997. Foraform som ensileringsmiddel til rundballer. Rapport til HYDRO NUTRITION,
Bændaskólinn á Hvanneyri. Júní 1997, fjölrit 23 bls. (+ 5 bls. útdr. á ísl.).
Huhtanen, P., 1993. Forage Influences on Milk Composition. Proc. Nova Scotia Forage Conf.: Seeding to
Feeding. Dartmouth, N.S., Oct. 29-30 1993.
McDonald, P., A.B. Henderson & S.J.E. Heron, 1991. The Biochemistry of Silage. Chalcombe Publ., 340 bls.
Randby, Á.T. & I. Selmer-Olsen, 1997. Formic acid treated or untreated roundbale grass silage for steers. Fifth
BGS Research Conference. Univ. of Plymouth, Devon, 8-10 Sept. 1997.
Weissbach, F., 1996. New Developments in Crop Conservation. Proc. Xith Int. Silage, Conf., Univ. of Wales 8-
1 lth Sept. 1996; bls. 11-25.
Woolford, M.K., 1984. The Silage Fermentation. Marcel Dekker Inc., 1984, 350 bls.