Ráðunautafundur - 15.02.1998, Síða 50
42
veislu náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og
ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi,
• að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulags- og byggingarmála þannig að réttur
einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borinn þótt hagur heildarinnar sé
hafður að leiðarljósi,
• að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með því að
kröfum um öryggi, endingu, útlit og hagkvæmni bygginga og annarra mannvirkja
sé fullnægt.
SKIPULAGSSTOFNUN
Skipulagsstofnun hefur tekið við hlutverki Skipulags ríkisins og er hlutverk hennar
samkvæmt nýju lögunum:
• að hafa eftirlit með framkvæmd laganna og reglugerða sem settar eru samkvæmt
þeim,
• að veita ráðgjöf um skipulags- og byggingarmál,
• að fylgjast með stöðu skipulagsmála í sveitarfélögum,
• að aðstoða sveitarfélög og leiðbeina þeim við gerð skipulagsáætlana,
• að láta í té umsagnir um ágreiningsmál á sviði skipulags- og byggingarmála,
• að sjá um að upplýsingar um áætlanir um landnotkun á landsvísu séu fyrir hendi og
stuðla að innbyrðis samræmi þeirra,
• að annast og stuðla að rannsóknum á sviði skipulags- og byggingarmála í samvinnu
við hlutaðeigandi stofnanir og hagsmunaaðila, svo og að annast eða stuðla að
útgáfu upplýsinga um þau mál,
• að fylgjast með og veita upplýsingar um ferlimál fatlaðra,
• að framfylgja ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum.
Hjá Skipulagsstofnun starfa nú 18 starfsmenn og er stofnuninni skipt í skipulags- og
byggingarsvið, umhverfissvið, rekstrarsvið, lögffæðisvið og sérverkefni.
SKIPULAGSSKYLDA
Samkvæmt 9. gr. laganna er landið allt skipulagsskylt og skal bygging húsa og annarra
mannvirkja ofan jarðar og neðan og aðrar framkvæmdir og aðgerðir sem hafa áhrif á
umhverfið og breyta ásýnd þess vera í samræmi við skipulagsáætlanir. í svæðis- og aðal-
skipulagsáætlunum er mörkuð stefna um landnotkun og þróun byggðar. Þar eru sett fram
markmið um einstaka þætti varðandi íbúðarbyggð, atvinnusvæði, náttúruvernd, samgöngur
o.fl. I skipulagsáætlunum skal m.a. lýsa náttúru og aðstæðum öllum á skipulagssvæðinu við
upphaf áætlunar og forsendum þeirrar stefnu sem hún felur í sér.
Við gerð skipulagsáætlana skal eftir fóngum leita eftir sjónarmiðum og tillögum íbúa og
annarra þeirra sem hagsmuna eiga að gæta um mörkun stefnu og skipulagsmarkmið. Þá skal
gera grein fyrir áhrifum áætlunarinnar, einstakra markmiða hennar og ráðgerðra framkvæmda
á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag, m.a. með samanburði þeirra kosta sem til greina
koma.