Ráðunautafundur - 15.02.1998, Qupperneq 51
43
Ef innan marka skipulagssvæðisins eru einstakar byggingar, mannvirki, húsaþyrpingar,
náttúruminjar eða trjágróður sem æskilegt er talið að varðveita vegna sögulegs, náttúrulegs
eða menningarlegs gildis, án þess að um lögformlega friðun sé að ræða, skal setja í við-
komandi skipulagsáætlun ákvæði um hverfisvernd.
S KIPUL AGSNEFNDIR
í hverju sveitarfélagi skal starfa skipulagsnefnd eða sameiginleg skipulags- og byggingar-
nefnd. Sveitarfélög geta haft samvinnu við nágrannasveitarfélög um kosningu skipulags-
nefnda og ráðningu skipulagsfulltrúa. Meginverksvið skipulagsnefnda er að fjalla um stefnu-
mörkun í skipulagsmálum, hafa forgöngu um gerð og breytingar á skipulagsáætlunum og
fjalla um skipulagstillögur. Skipulagsnefndir annast kynningu og auglýsingu aðal- og
deiliskipulagstillagna og annast grenndarkynningar vegna óverulegra breytinga á deiliskipu-
lagi. Þær fjalla um athugasemdir við auglýstar skipuiagstillögur, gera tillögu til sveitarstjórnar
um endanlega afgreiðslu þeirra og hafa eftirlit með því að ffamkvæmdir við mannvirkjagerð
séu í samræmi við staðfest aðalskipulag og gildandi deiliskipuiag og lagaákvæði og
reglugerðir um skipulagsmál. Skipulagsnefnd fjallar um umsóknir um framkvæmdaleyfi og
gerir tillögu til sveitarstjórnar um afgreiðslu þeirra.
FRAMKVÆMDALEYFI
Ekki hafa enn verið skilgreindar þær framkvæmdir sem háðar eru ffamkvæmdaleyfi en í
drögum að skipulagsreglugerð er miðað við effirfarandi:
/ Meiri háttar framkvæmdir, sem áhrif hafa á umhverfíð og breyta ásýnd þess, skulu
vera í samræmi við skipulagsáætlanir og úrskurð um mat á umhverflsáhrifum, þar
sem það á við. Óheimilt er að hefja slíkar framkvæmdir, sem ekki eru háðar
byggingarleyfi samkvæmt mannvirkjakafla skipulags- og byggingarlaganna, fyrr en
að fengnu framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar.
V Háðar framkvæmdaleyfi eru meiri háttar framkvæmdir við götur, holræsi, vegi og
brýr, aðrar en göngubrýr í þéttbýli, jarðgöng, flugbrautir, dreifi- og flutningskerfi
rafveitna, hitaveitna, vatnsveitna og fjarskipta, hafnir og virkjanir. Einnig aðrar
meiri háttar ffamkvæmdir, s.s. á efnistökusvæðum, sorpfórgunarsvæðum, opnum
svæðum til sérstakra nota og landbúnaðarsvæðum.
/ Með meiri háttar ffamkvæmdum er átt við framkvæmdir sem vegna eðlis eða
umfangs hafa veruleg áhrif á umhverfið. Það á t.d. við um framkvæmdir sem farið
hafa í mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, en
einnig skal höfð hliðsjón af ffamkvæmdum tilgreindum í viðauka II með reglugerð
um mat á umhverfisáhrifum.
/ Þegar sótt er um ffamkvæmdaleyfi skal fylgja umsókn uppdráttur í þremur
eintökum í mælikvarða 1:50.000-1:5.000 sem sýnir framkvæmd og afstöðu hennar
í landi. Þar skulu koma ffam mörk viðkomandi svæðis, tenging við þjóðveg,
hæðarlínur og mannvirki sem fyrir eru á svæðinu.
/ Þar sem það á við skal einnig leggja fram afstöðuuppdrátt í mælikvarða 1:2.000-
1:1.000.