Ráðunautafundur - 15.02.1998, Síða 54
46
Lund frá landbúnaðarráðuneyti og er hann formaður hennar, Arnþór Garðarsson frá Náttúru-
verndarráði, Borgþór Magnússon frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Einar Ó. Þorleifsson
frá Fuglaverndarfélagi íslands, Erling Ólafsson frá Náttúrufræðistofnun íslands og Sigmundur
Einarsson frá umhverfisráðuneyti. Árni Waag, fyrrverandi formaður Fuglaverndarfélags ís-
lands, hefúr einnig setið fundi nefndarinnar og tekið þátt í störfum hennar.
Nefndin hefur það hlutverk að gera tillögur um hvar og hvernig megi gera tilraunir með
að endurheimta hluta þess votlendis sem þurrkað hefur verið upp með framræslu og athuga
möguleika á því að aðgerðunum verði fylgt eftir með vöktun á framvindu gróðurs og dýralífs
á hluta af hinu endurheimta votlendi. Nefndin skyldi fyrst og fremst kanna möguleika á
endurheimt á framræstu votlendi á ríkissjörðum með því að stífla eða fylla upp í skurði
þannig að vatnsbúskapur komist í því sem næst upprunalegt horf.
Vorið 1996 kannaði nefndin aðstæður á nokkrum svæðum á Suður- og Vesturlandi þar
sem endurheimt var talin koma til álita. Haft var samband við ráðunauta búnaðarsambanda og
fleiri aðila og vakin athygli á starfi nefndarinnar og beðið um ábendingar um svæði til endur-
heimtar. Talsverð viðbrögð urðu við þessu og lýstu nokkrir aðilar áhuga á þátttöku í verk-
efninu og var þar bæði um svæði á ríkisjörðum og einkalandi að ræða. í nefndinni var ákveðið
að helja endurheimt í mýrinni á Hesti í Borgarfirði.
HESTMÝRI í BORGARFIRÐI
Fyrri rannsóknir (1975-1984)
Mýrin er um 35 ha að stærð og liggur undan halla í kvos á milli Mávahlíðarmela og Götuáss
(1. mynd). Svæðið er í landi sauðfjárbúsins á Hesti sem er í eigu Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins. Árið 1975 hóf stofnunin rannsóknir á mýrinni og breytingum sem verða í kjölfar
ffamræslu en svæðið var valið til langtímarannsókna á áhrifum framræslu á vistkerfi mýra.
Gerðar voru umfangsmiklar forrannsóknir á mýrinni áður en að framræslu kom og þeim var
fylgt efitir fyrstu árin eftir hana. Rannsóknirnar tóku til jarðvegs, gróðurs, fugla, smádýralífs
og búfjárbeitar á svæðinu. Niðurstöður þeirra hafa m.a. birst í nokkrum fjölritum stofnunar-
innar (Rannsóknastofnun landbúnaðarins 1975, Sturla Friðriksson o.fl. 1977, 1978, Sturla
Friðriksson 1980).
Mýrin á Hesti var ræst fram með vélgröfnum skurðum haustið 1977 en einnig var kíl-
ræst á hluta svæðisins og plægðir hagaskurðir á öðrum. Haustið 1984 var aukið við vélgröfnu
skurðina til að bæta framræsluna. Ríkjandi tegund í mýrinni fyrir framræsluna var mýrastör
en aðrar helstu tegundir voru vetrarkvíðastör, klófífa, tjarnastör, horblaðka, brjóstagras, korn-
súra, fjalldrapi og bláberjalyng (Sturla Friðriksson 1980). Mælingar sem gerðar voru í
mýrinni sjö árum eftir fyrstu framræsluna bentu til þess að gróðurbreytingar hafi verið hægar.
Þannig hafði þekja mýrastarar lítið breyst þar sem gróður var rannsakaður en verulega hafði
dregið úr þekju vetrarkvíðastarar og tjarnastarar frá því sem var. Aukning í þekju grasa var þá
orðin mjög lítil en hún var helst merkjanleg hjá blávingli (Tryggvi Gunnarsson, óbirt gögn,
Borgþór Magnússon 1998).