Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 63
55
flytja votlendistegundir inn á svæðin að nýju. Kostnaður við slíkar aðgerðir getur verið mikiil
auk þess sem það er oft vandkvæðum bundið að stýra framvindu gróðurs og dýralífs í átt til
fyrra horfs (Wheeler og Shaw 1995). í flestum ffamræstum mýrum hér á landi hefur lífríkið
ekki vikið jafnlangt frá hinu upprunalega horfi og ætti endurheimt því að verða auðveldari og
kostnaðarminni.
Víða má endurheimta land með einfaldri og kostnaðarlítilli stíflugerð en fylling skurða í
stórum stíl er hins vegar kostnaðarsöm aðgerð. Fjármunir til endurheimtar votlendis liggja
ekki á lausu og verða menn að leita leiða til kosta hana sjái þeir sér ekki fært að gera það
sjálfir. Mögulegt er að sækja um styrki í sjóði er veita fé til umhverfisverkefna. Til dæmis
veitti Umhverfissjóður verslunarinnar talsverðu fé árið 1996 til endurheimtar votlendis við
Ölfusá sem Fuglaverndarfélag íslans og Eyrarbakkahreppur stendur að. Þá ber hér að vekja
athygli á því að í sauðfjársamningnum sem gerður var við ríkið haustið 1995 eru ákvæði um
að sauðfjárbændur geti haldið óskertum beingreiðslum þótt þeir dragi úr eða hætti jafnvel
ffamleiðslu en takist þess í stað á við önnur verkefni, m.a. á sviði umhverfis-, landgræðslu- og
skógræktarmála. Meðal ýmissa umhverfisverkefna sem til greina koma er endurheimt vot-
lendis. Umsjón með þessum málum hefur Hákon Sigurgrímsson í landbúnaðarráðuneytinu og
hefur um þau verið Qallað í Bændablaðinu (1996).
Nauðsynlegt er að vanda til alls undirbúnings við endurheimt votlendis. Huga þarf m.a.
að því lífríki sem til staðar er, kanna halla lands og streymi vatns inn og út af svæðinu. Sátt
þarf að ríkja við landeigendur í nágrenninu um þær aðgerðir sem fyrirhugaðar eru ef líkur eru
á að þær geti einnig haff áhrif í þeirra landi.
Ýmsar leiðir eru færar til að stífla mýraskurði eða afrennsli úr tjörnum. Þar sem
ruðningar eru enn til staðar á skurðbökkum kemur til álita að ýta þeim öllum ofan í skurðina
sé hægt að standa straum af þeim kostnaði. Einnig er hægt að fara þá leið að setja hluta af
ruðningi í skurði og gera stíflur á einum stað eða fleirum. Á sléttu landi þar sem rennsli er
lítið getur nægt að stífla skurð á einum til tveimur stöðum en þar sem rennsli er meira eða
halli þarf að setja upp stíflur með þéttara bili. Þar sem skurðir eru í miklum halla getur verið
mjög erfitt að stífla þá og hætta er á að vatn grafi sig niður í skurðstæðinu eða við stíflur sé
ekki vel ffá þeim gengið. Ekki ætti að leggja út í að stífla slíka skurði nema að vel athuguðu
máli. Jarðvegsstíflur, úr skurðruðningi eða efni sem grafið er upp við skurð, geta dugað vel sé
þess gætt að þjappa þær vel og vanda frágang að ofan. Einnig má gera stíflur úr grjóti sem
þétt er með torfi, úr timbri, málmplötum eða öðru tilfallandi efni (Wheeler og Shaw 1995). í
stærri skurðum eru jarðvegsstíflur sennilega ódýrasti kosturinn sé hægt að beita vinnuvélum
við gerð þeirra.
ÞAKKIR
Ásrún Elmarsdóttir vann með höfundi að rannsóknum í Hestmýrinni, Helga Lilja Pálsdóttir,
Annika Jagerbrand og Sigmar Metúsalemsson veittu einnig aðstoð í verkefninu. Hallgrímur
Axelsson bóndi í Þjóðólfshaga II og Sigvaldi Jónsson bústjóri á Hesti fá einnig þakkir fyrir
þátttöku og ffamlag í verkefninu.