Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 69
61
Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykjum
Endurmenntunarstarfi Garðyrkjuskólans hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum miss-
erum. Meðal annars hefur skólinn starfað eftir samstarfssamningi við Landgræðslu ríkisins og
Skógrækt ríkisins og nú á dögunum var þessi samningur endurnýjaður til tveggja ára. í
samningnum er kveðið á um námskeið á sviði landgræðslu og skógræktar fyrir fagfólk og al-
menning. Garðyrkjuskólinn beinir sjónum sínum að fagfólki en hann hefur einnig lagt sig
fram um að mæta hinni miklu eftirspurn sem er meðal almennings í þjóðfélaginu eftir fræðslu
um trjárækt, matjurtarækt, blómaskreytingar og fleira. Skólinn reynir að halda námskeiðin á
þeim stöðum þar sem þörfin er hverju sinni og fer vítt og breitt um landið. Til að greina
þörfina fyrir námskeið á hinum ólíku sviðum hefur skólinn hlutast til um stofnun endur-
menntunarnefnda á öllum námsbrautum sínum. Nefndirnar safna uppiýsingum frá fagfólki á
hverju sviði og gera tillögur um áherslur sem skólinn leggur í vali á viðfangsefnum.
Bœndaskólinn Hólum
Bændaskólinn á Hólum býður upp á námskeið á hagfræðisviði, búfjárræktarsviði, bútækni-
sviði, ferðaþjónustusviði, handverkssviði, hlunnindasviði og ræktunarsviði. Hrossarækt og
reiðmennska er eitt af sérsviðum skólans og því eðlilegt að verulegur hluti námskeiðanna sé í
hrossarækt. Einnig er mikil áhersla lögð á námskeið á hagfræðisviði en skólinn hefur annast
kennslu á bókhaldsforritið Búbót á undanförnum árum. í ljósi þess að vaxandi þörf er fyrir
kennslu í notkun tölva hefur skólinn áform um að efla þann þátt. Ferðaþjónustubraut er nú ein
af brautum skólans og mun hann leitast við að mæta þörf ferðaþjónustu í dreifbýli fyrir endur-
menntun á komandi misserum. Ferðaþjónusta er vitaskuld margþætt grein og þurfa nám-
skeiðin því að spanna vítt svið innan þátta eins og matargerðar, afþreyingar, umhverfismála
auk þjónustu og samskipta. Innan fiskeldis verður boðið upp á námskeið í bleikjueldi en á því
sviði eru taldir verulega miklir möguleikar. Innan handverks hefur á undanförnum árum verið
boðið upp á ýmis námskeið á Hólum og Hvanneyri en skólarnir hafa nú mótað sér stefnu um
frekara námskeiðahald í handverki. Skólarnir álíta að tómstundanámskeið séu ekki á verk-
sviði þeirra og því skuli handverksnámskeiðin einkum vera sniðin að þörfúm þeirra þátttak-
enda sem hyggjast skapa sér atvinnu af handverki. Ennffemur að handverksnámskeiðin byggi
á íslenskum hefðum og íslensku hráefni.
Bœndaskólinn á Hvanneyri
Á Hvanneyri hefur verið boðið upp á námskeið á flestum sviðum landbúnaðar. Endurmennt-
unardeildin hefur verið efld með ráðningu tveggja starfsmanna í hlutastörfum auk endur-
menntunarstjóra. Annar þessara starfsmanna hefur aðsetur á Austurlandi og er það í samræmi
við vilja skólans um að mæta þörfum þeirra sem eiga lengst að sækja námskeiðin. Mikil
áhersla hefur verið lögð á loðdýrarækt en eins og kunnugt er er bjart útlit í þeirri grein. Meðal
nýrra áherslna má nefna skógrækt en með ráðningu skógræktarfulltrúa á Vesturlandi, sem
jafnframt er starfsmaður skólans og Landgræðslu ríkisins, hafa opnast nýir möguleikar á