Ráðunautafundur - 15.02.1998, Side 75
67
RðÐUNAUTAFUNDUR 1998
Þættir sem hafa áhrif á niðurbrot próteins í gróffóðri
í vömb jórturdýra
Bragi Líndal Ólafsson
og
Páll Eydal Reynisson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Niðurbrot hrápróteins í vömb er lykilstærð þegar próteingildi fóðurs er reiknað skv. AAT-
PBV kerfinu. AAT-PBV kerfið hefur nú verið í notkun hér á landi komið á þriðja ár. Við gerð
fóðurtaflna hefúr verið stuðst við áætluð meðalgildi niðurbrots á hrápróteini fyrir hvern fóður-
flokk samkvæmt þeim mælingum sem gerðar hafa verið. Notuð hafa verið gildin 0,80 fyrir
vothey og 0,65 fyrir þurrhey. Þessi gildi hafa líka verið notuð við útreikninga á AAT og PBV
í innsendum þjónustusýnum bænda. í reynd fara því uppgefin AAT og PBV gildi heysins eftir
styrk hápróteins annars vegar og meltanleika þurrefnis hins vegar. Á hinum Norðurlöndunum
hafa verið notaðar svipaðar aðferðir. í sænsku töflunum er notað eitt gildi fyrir niðurbrot
próteins, 0,80, fyrir allt gróffóður. í Noregi hafa verið gefin upp föst AAT gildi sem fara eftir
þroskastigi við slátt, en breytileg PBV gildi eftir hrápróteininnihaldi. í Danmörku eru gefin
upp breytileg gildi fyrir niðurbrot próteins eftir gerð heyfóðursins , aðaltegund gróðurs og
verkunaraðferð. í engum af þessum töflum hefúr þurrkstig heyfóðursins verið tekið með sem
sérstakur breytileiki. Við aðstæður þar sem heyfóður er jafn stór hluti af fóðri jórturdýra eins
og er hér á landi þá er ljóst að til að nýta kosti AAT-PBV kerfisins sem best þarf að vera hægt
að spá fyrir um niðurbrot próteins með nokkurri vissu, þar sem ekki eru í augsýn auðveldar og
ódýrar mælingar sem hægt er að gera á fjölda sýna. Það sem eykur enn á breytileika í hey-
fóðri er sú mikla breyting sem hefúr orðið á heyskaparháttum hér á landi á síðustu árum.
Verkun í plastklæddar rúllur hefur nánast alveg komið í stað venjulegrar votheysverkunar og
þurrheysheyskapur minnkað verulega. Á liðnu hausti mun láta nærri að 57% af heyskap
landsmanna (hafi verið pakkað í plast, 38,5% þurrhey og 4,5% í hefðbundnum votheys-
geymslum ef reiknað er í þurrefni uppskerunnar. Samsvarandi tölur eru 46,8%, 3,7% og
49,5% ef reiknað er í rúmmetrafjölda. Rúlluverkunin hefur í för með sér meiri breytileika á
heyfóðri, þar sem þessi aðferð leyfir meiri sveigjanleika á sláttutíma og þurrkstigi grass við
hirðingu.
í þessu erindi verða rifjuð upp nokkur atriði um uppbyggingu og eðli próteina í grösum
og niðurbrot þeirra við mismunandi verkunaraðferðir og skýrt ffá niðurstöðum samantektar á
mælingum á niðurbroti hrápróteins í vömb á hópi heysýna sem valin voru sérstaklega með
það fyrir augum að dreifing þurrkstigs við hirðingu væri sem mest.
Greinin mun liggja framrni á fúndinum sem fylgiskjal með ritinu.