Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 76
68
RÁÐUNFIUTflfUNDUR 1998
Þurrhey af 1. slætti og há í rúllum handa mjólkurkúm
Sigríður Bjarnadóttir
Rannsóknastofnun landbúnaðaríns, Stóra Ármóti
INNGANGUR
Hagkvæmni mjólkurframleiðslu hérlendis byggist að miklu leyti á gæðum gróffóðursins sem
aflað er vegna stórrar hlutdeildar þess í heildarfóðri mjólkurkúa. Undanfarin ár hefur rúllu-
tæknin rutt sér til rúms og eru rúllur orðnar umtalsverður hluti heyfengs margra býla. Þá hefúr
rúllutæknin oft á tíðum bjargað gæðum háar og komið í veg íyrir hrakning á velli í óstöðugri
haustveðráttu. Engu að síður heyrast þær raddir ffá bændum að ekkert gróffóður taki fram vel
verkaðri súgþurrkaðri töðu.
Ýmsar gróffóðurtilraunir með mjólkurkýr hafa verið í gangi hér á landi frá 1990 þar
sem mismunandi þættir hafa verið teknir fyrir. Samanburðartilraunir grastegunda (5,14) hafa
fengist við súgþurrkað hey og viðbótargjöf með súgþurrkuðu heyi hefur verið könnuð fyrir
vothey úr turnum, fóðurkál, rýgresi og há úr rúllum (3,6,7). Auk þess hafa áhrif rúlluverkunar
verið tekin fyrir hvað varðar þurrkstig og samanburð á súgþurrkun og rúlluverkun (1,2).
Margir bændur hafa komið sér upp búnaði fyrir þurrheys- og rúlluútgerð þar sem fyrri
sláttur er gjarnan hirtur í þurrhey og sá síðari í rúllur. Með þessari tilraun voru könnuð áhrif
vélbundins þurrheys af fyrsta slætti, háarrúlla og blöndu af hvoru tveggja á át, nyt, efnainni-
hald mjólkur og þungabreytingar kúnna. Rúlluheyið var há af sömu spildu og þurrheyið og
orkuinnihald heygerðanna við hirðingu var svipað. Með tilrauninni skapast svörun við
fóðrunarvirði hvorrar tækni fyrir sig auk athugana á hvort ávinningur felist í blandaðri gjöf
fyrrnefndra fóðurgerða.
Tilraunin var ffamkvæmd í Möðruvallafjósi frá febrúar til apríl 1997 og var kostuð af
Framleiðnisjóði og Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Fóður ogfóðruu
Gróffóðrið var af gömlu túni (Fjárhústún) þar sem ríkjandi grastegundir eru háliðagras (60%),
vallarsveifgras (20%) og snarrót (10%). Fyrri sláttur var sleginn 20. júní og hirtur 23. júní en
sá seinni var sleginn 6. ágúst og hirtur 7. ágúst. Uppskera fyrri sláttar var 2,7 tonn á ha en
seinni sláttar 3,1 tonn á ha. Hirðingarsýni sýndu svipað orkuinnihald en meiri mun á prótein-
innihaldinu.
Hver rúlla dugði í um þrjá til fjóra daga þannig að tvær rúllur voru opnaðar í hverri
viku. Hætta varð við að gefa eina rúllu vegna myglu. Að öðru leyti var lítið um myglu í
rúllunum en þegar það kom fyrir var slíkt tekið frá.