Ráðunautafundur - 15.02.1998, Side 78
70
Samkvæmt töflunni hefur þurrheyið haldið sér vel frá hirðingu til gjafar, jafnvel aukið
orku sína. Gæðum rúlluheysins hefur hins vegar hrakað frá hirðingu til gjafar, mismikið þó.
Munurinn er marktækur hvað varðar meltanleika og orkuinnihald, auk AAT (amínósýrur upp-
sogaðar í mjógirni) og PBV (próteinjafnvægi í vömb). Sveiflur í þurrefnisprósentu rúllu-
sýnanna eru það miklar að munurinn verður ekki marktækur.
Meltanleikatapið frá hirðingu til gjafar er um 4% í rúllunum. Athuganir á þeim þætti
hafa sýnt bæði lítið og mikið gerjunartap. Vísbendingar eru um að það sé háð bæði þurrefnis-
prósentu og gæðum heysins við hirðingu (12,13). Hver rúlla lifir sjálfstæðu lífi að lokinni
pökkun en rúllur af sama túni geta verið mismunandi, háð því hvar rúllan er tekin í flekknum
þar sem hlutfall grastegunda getur verið misjafnt auk áburðargjafar á þeim bletti. Sýnatakan
er enn einn þátturinn sem á hlut að máli.
Kýr
Tilraunin var framkvæmd á RALA Möðruvöllum á 12 kúm, þar af 3 fyrsta kálfs kvígum.
Þeim var skipt upp í ljóra hópa þar sem kýr innan hóps eru valdar líkastar með tilliti til aldurs,
burðar og nythæðar. Burðarbilið er stórt, vikur ffá burði við upphaf tilraunar eru frá á þriðju
viku upp í rúmar sautján. Meðaltalið liggur á milli níu og tíu vikna. Staða kúnna við upphaf
tilraunarinnar er sýnd í 2 töflu..
2. tafla. Flokkun kúa í háartilraun, nafn þeirra og númer, burðartími, nyt og þungi viku áður en tilraun hófst.
Hópur nr. Nafn og nr. á kú Burður Burður nr. dags. Nyt kg/dag Þungi íkg Hópur nr. Nafn og Burður Burður nr.á kú nr. dags. Nyt kg/dag Þungi kg
i 288 Væn 3 07.12.96 23,1 455 3 262 Kolgr. 2 14.11.96 27,5 492
i 289 Rák 3 28.09.96 24,9 500 3 263 Smá 2 03.01.97 23,8 400
i 296 Rjóð 3 10.01.97 31,6 483 3 268 Dreyra 2 08.10.96 25,3 506
2 261 Alda 2 28.10.96 22,0 497 4 297 Lind 1 02.01.97 20,4 386
2 266 Geira 2 10.10.96 22,3 471 4 299 Sigga 1 04.01.97 23,4 366
2 287 Brá 3 31.08.96 19,4 483 4 300 Smára 1 09.01.97 17,8 403
Tilraunin var sett upp sem latneskur ferningur með þrenns konar mismunandi gróf-
fóðrun; eingöngu þurrt, eingöngu rúllað eða blanda af hvoru tveggja í fóðurskammtinum. Til-
raunin náði yfir níu vikur alls, skipt upp í þrjú þriggja vikna tímabil. Hver kýr innan hóps var
ekki fóðruð eins á hverju tímabili. Þannig prófuðu allar kýr allar gerðir fóðrunar.
Mœlingar og sýnataka
Kýrnar voru einstaklingsfóðraðar og var gróffóðrið vigtað í þær fjórum sinnum í viku og
leifarnar fjórum sinnum. Kjarnfóðrið var vigtað fyrir hvern dag.
Hvert tímabil taldi þrjár vikur. Litið er á fyrstu viku hvers tímabils sem aðlögun að nýrri
fóðrun og er sú vika ekki tekin með í uppgjöri. í uppgjörsvikum var nytin mæld tvo daga í
viku, kvölds og morgna. Mjólkursýni sem sent var til efnagreininga samanstóð af kvöldmjólk
og morgunmjólk, 45% af þeirri fyrrnefndu og 55% af þeirri síðarnefndu.
Vikulega voru kýrnar vigtaðar, sama vikudaginn og yfirleitt á sama tíma dagsins. í lok