Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 79
71
hvers tímabils fór fram holdstigun þar sem notast var við skalann ífá 1 til 5, 1 fyrir mestu
holdfyllinguna.
Eins og komið hefur ffam var tekið sýni til efnagreininga úr hverri rúllu við gjöf, alls 17
sýni. Sýni var tekið úr hverjum þurrheysbagga og safnað saman í samsýni fyrir hverja viku í
tilraun og urðu þau sýni 9 talsins.
í sumum tilvikum voru fleiri en eitt sýni tekið úr rúllu á þeim mismunandi dögum sem
rúllan stóð opin inni í hlöðu. Þurrefnisprósenta slíkra sýna liggur fyrir en þeim var slegið
saman í eitt sýni fyrir rúlluna til efnagreiningar. Á 1. mynd er sýnt hvernig þurrefnisprósenta
þeirra rúlla sem tekið var fleiri en tvö sýni úr þróast með tímanum.
1. mynd. Þurrkstig innan rúllu tekið frá opnunardegi til fjórða dags frá opnun rúllunnar.
Rúllurnar eru tfá vikum 3, 7, 8 og 9, allt fyrri rúllur hverrar viku.
Engin ákveðin þróun virðist eiga sér stað og trúlega hefúr útihitastig meira að segja en
þurrkstigið við þessar aðstæður, en rúllurnar voru geymdar inni í hlöðu með sárið opið.
Utreikningar og niðurstöður
Við útreikninga á orku- og próteininnihaldi fóðursins, auk þarfaútreikninga, voru notaðar
jöfnur sem lagaðar hafa verið að nýja fóðurmatskerfmu (8). Eitt þurrheyssýni og tvö rúllusýni
voru keyrð í vambaropskúm til að fá hugmynd um leysanleika próteinsins í fóðrinu. Leysan-
leikastuðull próteins í þurrheyi reyndist vera 67, og í rúlluheyinu 83 og 85, hærri talan í
blautara sýni. Þetta er í góðu samræmi við það sem mælst hefur (8).
Við útreikninga á mjólkurverði var stuðst við verðlagsgrundvöll kúabús 1. janúar 1998
ffá Framleiðsluráði landbúnaðarins. Áætlaður beinn kostnaður við heyframleiðslu er fenginn
ffá Hagþjónustu landbúnaðarins.
Uppgjör fyrir fervikagreiningu nær yfir tvær síðustu vikur hvers tímabils. Hver kýr á
mælingar á áti í 10 daga, 4 dagsmælingar á nyt, 4 mælingar á efnainnihaldi mjólkur, 2 þunga-
vigtanir og 1 holdstigun inni í talnasafninu. Líkanið sem notað var innihélt þættina hópur (4),
kýr innan hóps (3), tímabil (3), gerð fóðrunar (3) og samspilsáhrif hóps við tímabil. Einnig