Ráðunautafundur - 15.02.1998, Qupperneq 80
72
var athugað hvort munur væri milli hópa á viðbrögðum við gerð fóðrunar með því að kanna
samspilsáhrif hóps við þessar þrjár gerðir fóðrunarinnar. Keyrsla á gögnum fór fram í for-
ritinu Genstat (ANOVA keyrsla).
Uppgefín skekkja í töflum er staðalskekkja mismunarins fyrir hverja gerð fóðrunar. Bak
við hvern meðaltalsútreikning liggja 12 mælingar. Þegar talað er um mun á milli meðaltals er
átt við tölfræðilega marktækan mun með P-giIdi <0,05.
NIÐURSTÖÐUR
Engin samspilsáhrif voru marktæk. Mikill breytileiki er til staðar í talnasafninu eins og sjá má
á gögnum í 3. töflu.
3. tafla. Meðaltal ásamt hæsta og lægsta gildi ýmsu breyta úr tilrauninni.
Breyta Meðaltal Lægsta, gildia) Hæsta gildia) Breyta Meðaltal Lægsta gildia) Hæsta gildia)
Þurrheysát, kg þe. 6,28 0 13,86 FEm jafnvægib) 0,09 -3,0 3,8
Rúlluheysát, kg þe. 4,85 0 13,30 Nyt, kg/dag 17,96 12,1 30,8
Gróff.át, kg þe. 11,13 7,33 14,14 OLM, kg/dag 17,33 11,2 27,6
Heyát/100 kg 2,4 1,94 3,29 AAT jafnvægib>, g 196 -84 584
Þungi, kg 461 363 531 PBV jafnvægib), g 370 -55 791
Þungabreytingar, kg 7,5 -22 34 Úrefni, mmól/1 5,95 3,9 8,3
a) Hæsta og lægsta gildi þarf ekki endilega að vera fyrir sama gripinn milli breyta (ein kýr étur mest í kg þe.,
önnur er með hæst AAT gildi í jafnvægisútreikningum) en getur verið það.
b) Með jafnvægi er átt við það sem innbyrt er að frádregnum þörfum til viðhalds og ffamleiðslu viðkomandi
breytu.
Heyát kúnna er í sambærilegt við heyát kúa í öðrum gróffóðurtilraunum hérlendis
(1.2.5.14) . í þeim tilraunum hefur heyát í kg þe. á hver 100 kg lífþunga verið frá 2,1 upp í 2,5
(5.14) . Hér liggur meðaltalið á 2,4 og fer hæst upp í 3,29 sem er mjög hátt gildi. í norskum
tilraunum þar sem verið var að kanna áhrif votheys úr turnum eða rúllum lá heyát á hver 100
kg lífþunga á bilinu 2,33-2,38 (9).
Að meðaltali er orkufóðrunin í lagi yfir tilraunina en lægsta gildi er komið neðarlega og
töluverð hætta á súrdoða. Það slapp til en kýrin sem um ræðir var komin stutt frá burði og á
mælingu hæstu nytar. Offóðrun próteins er til staðar þar sem AAT er að meðaltali nokkuð
hátt og PBV framboð liggur vel yfir mörkum. Með snemmslegnum heyjum og orkuríkum
verður AAT og PBV gildi fóðursins hátt. Kjarnfóðurblandan er með neikvætt PBV gildi og
nær að mjaka g PBV á dag niður á við sem er af hinu góða.
Þegar litið er á úrefnismælingar er meðaltalið um 6 mmól/1. Þetta er nokkuð hátt sé te-
kið mið af nágrannaþjóðum okkar þar sem 3-5 mmól/1 þykja æskileg. Hérlendis liggur talan
yfirleitt hærra. Gjarnan er litið á PBV í fóðri og úrefni í mjólk í samhengi þar sem talið er að
há úrefnistala endurspegli hátt gildi PBV (11).
Ahrif mismunandi fóðrunar á át
í 4. töflu er yfirlit yfir flest það sem tengist áti í þessari tilraun. Það sem hvetur til aukins áts
er fjölbreytni í fóðurskammti Auk þess er almennt talið að orkuríkustu heyin étist best (4).