Ráðunautafundur - 15.02.1998, Qupperneq 81
73
4. tafla. Áhrif mismunandi fóðrunar á át mjólkurkúa (R=rúlluhey, Þ=þurrhey, B=blanda af hvoru
tveggja).
R B Þ P-gildi Meðaltal Staðalskekkja mismunarins
Át, þe/dag
Hlutur rúlluheys í sk. 100 33 0 <0,00 r 44,4 1,669
Leifar rúlluheys, % 14,2 24,2 0 <0,00 r 12,80 2,107
Rúlluheysát, kg 10,6 4,0 0,0 <0,00 r 4,85 0,429
Þurrheysát, kg 0,0 7,7 11,2 <0,00 r 6,28 0,411
Gróffóðurát, kg 10,6 . 11,7 11,2 0,002a) 11,13 0,250
Kjarnfóðurát, kg 2,7 2,7 2,7 2,70 0,000
Át alls, kg þe. Hlutfallslegt át alls, kg 13,3 92 14,4 100 13,9 97 <0,00 r 13,87 96 0,250
Át, FEm/dag
Gróffóður 8,3 10,0 10,0 <0,00 r 9,44 0,221
Kjarnfóður 3,0 3,0 3,0 0,660 3,00 0,000
Alls Hlutfallslegt át alls, FEm 11,3 87 13,0 100 13,0 100 <0,00 r 12,44 96 0,221
Át, prótein
g AAT á dag 1264 1429 1418 <0,00 r 1370 23,5
g PBV á dag 516 363 230 <0,001“' 370 32,2
a) Marktækur munur þegar fóðrunarmátamir þrír eru bornir saman.
Kýr sem eru á blandaða fóðurskammtinum éta mest sem er í samræmi við það sem áður
er sagt um fjölbreytni. Kýr sem fá þurrheyið fylgja hins vegar fast á eftir í áti en þurrheyið er
orkuríkast. Vegna gæðamunar á rúlluheyinu og því þurra ná blandaði hópurinn og þurrheys-
hópurinn að innbyrða sama orkumagnið. Hlutdeild rúlluheysins í blandaða skammtinum var
33%. Hún hefði trúlega orðið meiri ef kúnum hefði verið gefið það fóður seinni partinn og
þær haft það yfir nóttina. Þá er trúlegt að þurrheyshópurinn hefði náð að innbyrða meiri orku.
Þegar litið er á breyturnar í töflunni liggur rúlluhópurinn undir hinum hópunum sem eru
nokkuð svipaðir. Mesti aðskilnaðurinn milli blandaða hópsins og þurrheyshópsins snertir étið
PBV á dag í grömmum. Það má rekja til hærra PBV gildis í rúlluheyinu í samanburði við það
þurra.
í samanburði á þurrheyi og rúlluheyi á Hvanneyri kom ffam marktækur munur á áti hjá
mjólkurkúm annað árið af tveimur sem tilraunin fór fram þurrheyinu í hag. Seinna árið var
munurinn ekki marktækur en gripirnir virtust síður leiðir á þurrheyinu (2). Leifarnar eru meiri
hjá kúnum sem fá blandaða skammtinn miðað við þær sem eingöngu eru á rúlluheyi og var
töluverður dagamunur á því hverjar leifarnar voru. Gjöfin var miðuð við át dagsins á undan
sem var sveiflukennt. Eins og ffam hefur komið var breytileikinn mikill milli rúlla og
sveiflurnar talsverðar í þurrefnisprósentu.
Á 2. mynd má sjá prósentu leifa og þurrefnisprósentu rúlluheysins.
Kýrnar virðast hafa tilhneigingu til að leifa meira eftir því sem rúlluheyið er blautara.
Mismunandi þurrkstig í rúlluheyi (31% þe. á móti 51,9% þe. fyrra ár tilraunar, 30% á móti
44,3% seinna ár tilraunar) gaf hins vegar ekki marktækan mun á áti hjá gripum í tilraun á
Hvanneyri (1).