Ráðunautafundur - 15.02.1998, Side 87
79
tegundirnar í mismunandi röð, en þannig er reynt að koma í veg fyrir að áhrifin af því að nyt
lækkar þegar líður á mjaltaskeiðið blandist inn í áhrifin af meðferðinni, þ.e. af bygggerðinni í
þessu tilviki.
1. tafla. Þungi, vikur frá burði, dagsnyt og kjarnfóðurgjöf hjá kúm við upphaf tilraunarinnar.
Ferningur Mjalta- skeið Fjöldi kúa Þungi kg Vikur frá burði Nyt kg/dag Kjarnfóður kg/dag
1 1 3 359 6,8 18,0 6,0
2 1 3 332 7,0 16,5 5,0
3 1 3 322 12,1 17,0 6,0
4 2 3 459 11,2 18,0 5,0
5 2 3 422 17,4 18,5 5,0
6 3 3 419 16,7 18,0 5,0
Alls/Meðaltal 18 385 11,9 17,7 5,3
Fóður ogfóðrun
Heyið sem notað var í tilrauninni var frá sumrinu 1996 og var af um 15 ára gömlu túni með
blöndu af grastegundum. Heyið var þurrkað á velli og bundið í bagga og súgþurrkað og tókst
verkun þess með ágætum.
íslenska byggið sem notað var í tilrauninni kom frá Lágafelli í Landeyjum og var af
uppskeru haustsins 1996. Það var allt af sama stykki og uppskorið á sama degi um mánaðar-
mót september og október. Hluti þess var votverkaður í stórsekkjum án íblöndunarefna en
hluti eldþurrkaður í verksmiðju Akrafóðurs og reyndist allt fóðrið ágætlega verkað og
óskemmt. Innflutta byggið var fengið frá Fóðurblöndunni hf. en allt byggið sem notað var í
tilrauninni var valsað á Stóra Ármóti eftir þörfum meðan á tilrauninni stóð. Yfirlit yfir efna-
innihald fóðursins er í 2. töflu og er um að ræða meðaltöl 6 fóðursýna sem mæld voru af
hverri tegund.
Til þess að svörun fengist fyrir fóðrunarvirði og lystugleika byggsins þurfti að tryggja
að bygggjöfin væri alltaf nokkuð mikil að magni til þótt nyt kúnna lækkaði þegar á leið
mjaltaskeiðið. Því var ákveðið að skipuleggja fóðrunina þannig að helmingur af orkuþörf
kúnna m.v. áætlaða nyt og þunga kæmi úr byggi og fiskimjöli en hinn helmingurinn úr gróf-
fóðrinu. Miðað var við að 85% af þurrefni kjarnfóðurblöndunnar væri bygg en 15% fiskimjöl,
en fiskimjölið sem var notað var svokallað „togaramjöl“, þ.e. mjöl sem er unnið og sekkjað
um borð í veiðiskipum. Út ffá nyt kúnna og þunga við upphaf tilraunarinnar var því fóðrunin
ákveðin út allt tilraunatímabilið, þ.e. ákveðið var hve mikið hey, bygg og fiskimjöl hverri kú
skildi boðið á hverju tímabili en miðað var við að nytin félli um 0,3 kg á viku óháð fóðrun.
Við þessa skipulagningu var gengið út ffá því að allar bygggerðirnar hefðu sama orkugildi
(1,14 FEm/kg þe.) og má því segja að tilgátan sem prófuð er í tilrauninni sé hvort þetta
standist. Rétt er því að árétta að ekki var um frjálst át á gróffóðri að ræða í þessari tilraun.
Kýrnar voru einstaklingsfóðraðar og var fóðrið vigtað í þær alla daga vikunnar. Hey var
gefið tvisvar á dag en kjarnfóðurblandan var vigtuð í fötur og gefin þrisvar til fjórum sinnum
á dag. Þegar kýr skiptu um bygggerð voru tegundir gefnar saman í bland í 4-6 daga.