Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 88
80
2. tafla. Mæld og reiknuð gildi fyrir efnainnihald í fóðrinu. Niðurbrot próteins var mælt í vambaropskúm.
Þurrefni % FEm Prótein % Niðurbrot próteins, % AAT g PBV g Aska % Fita % Tréni % Ca g P g Mg g K o ö
ísl. þurrkað bygg 82,5 1,14 15,0 59 118 -38 2,9 2,1 5,6 0,5 4,0 1,3 5,8
Isl. votverkað bvee 45,1 1,12 15,1 91 84 13 3,5 2,1 6,4 0,6 3,9 1,3 6,0
Innflutt bygg 85,7 1,16 12,5 80 96 -33 2,2 2,2 4,4 0,6 3,7 1,1 4,9
Fiskimjöl 91,5 1,06 66,8 29 331 194 25,9 6,6 88 46 1,9 2,2
Þurrhey 85,9 0,87 18,3 69 85 34 7,0 22,3 3,2 3,5 1,9 17
Mœlingar og tölfrœði
Orkugildi byggs og fiskimjöls var reiknað út ffá efnagreiningum og töflugildum varðandi
meltanleika en orkugildi heysins var reiknað út frá mældum meltanleika in vitro. Próteingildi
fóðursins (AAT og PBV) svo og gildi fyrir orku- og próteinþarfir gripanna voru reiknuð skv.
þeim líkingum sem birtar hafa verið í tengslum við ný orku- og próteinmatskerfi. Nyt var
mæld 2 daga í hverri viku (þriðjudaga og föstudaga) og mjólkursýni tekin til efnagreininga og
kýrnar voru vigtaðar einu sinni í viku. Mjólkurmagnið var staðlað m.t.t. orkuinnihalds skv.
líkingunni:
Orkuleiðrétt mjólk kg = mjólk kg x (0,25 + 0,122 x fitu% + 0,077 x prótein%)
Við útreikninga á verði mjólkur til framleiðenda var notuð líkingin:
Kr/kg = 28,86 + (0,25 x 32,41 x fita%/3,94 + 0,75 x 32,41 x prótein%/ 3,30)
í þessari jöfnu er gert ráð fyrir að grundvallarverð sé 61,27 kr; beingreiðsla 28,86 og af-
urðastöðvaverð 32,41. Vægi próteins er 0,75 og fitu 0,25 og grundvallarmjólkin er með
3,94% fitu og 3,30% prótein.
Framleiðslufóðureiningar (ffFEm) voru reiknaðar sem mismunur á þeim FEm sem
kýrin innbyrti og þeim sem áætlað var að hún þyrfti að nota til viðhalds.
Við uppgjör voru notaðar mælingar úr þriðju og fjórðu viku hvers tímabils en litið á
fyrstu tvær vikurnar af hverju tímabili sem aðlögunartíma. Hjá hverjum grip á hverju tímabili
er því um að ræða 4 mælingar á nyt og efnainnihaldi mjólkur, mælingar á áti í 15 daga og
tvær vigtanir á gripnum. Líkanið sem notað var við tölfræðiuppgjör innihélt þættina
ferningur, kýr innan fernings, tímabil, bygggerð og samspil fernings við tímabil og fernings
við bygggerð. Uppgefin skekkja er staðalskekkja meðaltals fyrir bygggerð en að baki því
meðaltali eru 18 mælingar. Miða má við að raunhæfur munur sé á meðaltölum ef p-gildi er
minna en 0,05.
NIÐURSTÖÐUR
Eins og áður kom fram var kúnum raðað í ferninga eftir nyt og stöðu á mjaltaskeiði en í engu
tilfelli fúndust marktæk samspilsáhrif milli ferninga og bygggerðar. Þessum lið var þó ávallt
haldið utan við skekkju í uppgjörinu. Heilsufar hjá kúnum var nokkuð gott á tímabilinu. Eina
kú hrjáði þó lystarleysi á tímabili og var hún meðhöndluð við því, júgurbólga var meðhöndluð
í tveimur spenum og ein kýr var meðhöndluð vegna sýkingar í auga. Reynt var að leiðrétta
gögnin m.t.t. þessa eins og eðlilegt gat talist.