Ráðunautafundur - 15.02.1998, Qupperneq 92
84
Meðalfrumutala hjá hópunum er á bilinu 216-440 þús./ml, háð því hvort um er að ræða
einföld meðaltöl eða geometrísk, en frumutalan er þó áberandi hæst hjá kúnum á þurrkaða ís-
lenska bygginu. Einhverra hluta vegna létu þeir smákvillar sem hrjáðu 2-3 kýr tímabundið
(lystarleysi, júgurbólga) mest að sér kveða þegar þær kýr fengu þurrkaða íslenska byggið og
sést það m.a. á ffumutölunni.
Þar sem ekki var raunhæfur munur á mjólkurmagni né efnahlutföllum í mjólkinni var
heldur ekki munur á afúrðaverði á hvert kg mjólkur né á tekjum af mjólk á dag.
5. tafla. Áhrif byggs á afurðir og tekjur af mjólk.
Votverkað bygg Þurrkað bygg Innflutt bygg P-gildi Meðal- tal Staðal- skekkja
Magn
Mjólk, kg 15,1 14,7 14,9 0,29 14,9 0,17
Orkuleiðrétt mjólk 14,4 13,8 14,1 0,06 14,1 0,16
Fita, g/dag 549 512 533 0,01 * 532 7,29
Prótein, g/dag 508 498 501 0,50 502 5,89
Fita+prótein, g/dag 1057 1010 1034 0,06 1034 12,3
Laktósi, g/dag 675 657 670 0,42 667 9,44
Úrefni, mmól/dag 103 96 95 0,04 * 98 2,27
Efnahlutföll
Fita, % 3,65 3,50 3,58 0,07 3,58 0,04
Prótein, % 3,37 3,40 3,36 0,15 3,38 0,01
Prótein/Fita 0,93 0,98 0,94 0,01 ** 0,95 0,01
Laktósi, % 4,47 4,47 4,48 0,94 4,47 0,02
Úrefni, mmól/1 6,83 6,47 6,33 0,01 ** 6,54 0,10
Frumur, þús./ml 299 440 226 0,25 322 88
Frumur, þús./ml (geom) 274 365 216 0,49 285 86
Tekjur af mjólk
Kr á kg mjólkur 61,19 61,12 60,96 0,60 61,09 0,16
Kr á dag 923 897 910 0,23 910 10,1
Áhrifbyggs á fóðrunarjafnvœgi og fóðumýtingu
Þar sem kýrnar voru einstaklingsfóðraðar er hægt að meta orkujafnvægi hjá þeim út ffá þunga
og afurðum. Eins og ffam kemur í 6. töflu þá eru kýrnar í jákvæðu orkujafnvægi í öllum
hópum, þ.e. þær eru að innbyrða að meðaltali 10-14% meiri orku en þær þurfa til viðhalds og
framleiðslu eða 1,03-1,30 FEm á dag. Orkujafnvægið er marktækt lægst þegar kýrnar fá vot-
verkaða byggið (p=0,04) og orkunýtingin reiknast þá einnig best því þá skila kýrnar mestri
mjólk fyrir hverja étna framleiðslu fóðureiningu (1,92 kg OLM/ffFEm, p=0,01). Rétt er þó að
hafa í huga að þrátt fýrir jákvætt orkujafnvægi þá voru 9 af 18 kúm í þessari tilraun á fyrsta
mjaltaskeiði og 6 á öðru mjaltaskeiði, svo fýrir utan orku til viðhalds og mjólkurframleiðslu
hafa þessar kýr einnig þurft orku til vaxtar og þroska þannig að óvíst er hvort um var að ræða
„yfirfóðrun" í reynd.
Ekki var munur á meðalþunga kúnna eftir bygggerð en kýrnar bættu við sig þyngd allan
tilraunatímann. Ekki var reynt að taka tillit til þungabreytinga við mat á orkunýtingu.
Eins og áður hefúr komið ffam var próteinfóðrun rífleg á öllum tímum og hafa kýrnar