Ráðunautafundur - 15.02.1998, Síða 98
90
1. tafla. Yfirlit um rauðsmáratilraunir sem sáð hefur verið s.l. 10 ár á tilraunastöðunum á Sámsstöðum og Korpu
og fjallað er um í grein þessari.
Tilrauna- númer Fjöldi stofna Fjöldi uppskeruára Lýsing
648-86 9 3 ár - lokið Sáð var vorið 1986 á Sámsstöðum 9 yrkjum af rauðsmára í blöndu með Öddu vallarfoxgrasi. Slegið við skrið á vallarfoxgrasi og aftur um sex vikum síðar. Endurtekningar voru 2. Áburður 20N, 60P, 83K.
671-88 6 7 ár - lokið Sáð var vorið 1988 á Korpu 6 völdum yrkjum af rauðsmára með Öddu vallarfoxgrasi. Slegið við skrið á vallarfoxgrasi og aftur um sex vikum síðar. Endurtekningar voru 3. Áburður 20N, 60P, 83K.
678-89 1 5 ár - lokið Sáð var á Korpu vorið 1989 Bjursele í blöndu með Öddu vallar- foxgrasi. Sláttumeðferðir voru tvær; annars vegar við skrið á vallar- foxgrasi og aftur sex vikum síðar, hins vegar slegið í lok júlí. Endur- tekningar 4. Áburður 20N, 60P, 83 K.
724-94 2 3 ár Sáð var vorið 1994 á Korpu í tilraun með rauðsmára, svarðarnauta og vaxandi nituráburð. Rauðsmárayrkin Bjursele og Sámsstaðir; svarðar- nautarnir Adda vallarfoxgras, Salten hávingull og FuRa9001 rýgresi; áburðarskammtar 0, 50 eða 100 kg N/ha auk steinefna-skammts 60P og 83K. Endurtekningar voru 3.
724-96 2 1 ár Sáð var vorið 1996 á Korpu. Sams konar tilraun og 724-94 nema nú eru rauðsmáravrkin Bettv og Sámsstaðir.
762-96 1 1 ár Sáð var á Korpu vorið 1996 Bjursele og Öddu í áburðar- og sláttuúma- tilraun. Áburðarliðir eru 12; (0, 50, 100 N) x (20, 40 P) x (30, 70 K). Annars vegar er slegið við skrið vallarfoxgrass og aftur í ágúst, hins vegar um þremur vikum eftir skrið. Endurtekningar eru 3.
738-94 1 2 ár Sáð var á Korpu vorið 1994 í tilraun til að kanna hver áhrif skjólsáning hefur á bygguppskeru fyrsta árið og síðan uppskeru túns næstu ár. Liðir voru 5; Adda, Adda+Bjursele, hreint og með byggi auk hreinna byggreita. Endurtekningar voru þrjár.
738-95 1 2 ár Sáð var í sams konar tilraun vorið 1995 og 738-94.
NITURNÁM OG FRAMLEIÐSLUGETA
Niturnám er ákaflega flókið ferli og margir þættir hafa áhrif á hversu virkt samlífi belg-
jurtarinnar og niturnámsbakteríunnar er. Almennt er talið að samlífið sé viðkvæmara fyrir ytri
umhverfisáhrifum en plantan sjálf (Hartwig og Nösberger 1996). Má þar nefna t.d. bæði lágan
og háan hita, kalí- og fosfórskort. Nitur í jarðvegi dregur almennt úr hnýðismyndun og letur
niturbindingu úr andrúmsloffi. A sama hátt leiðir hvert það ferli í jarðveginum sem dregur úr
ólífrænu nitri (afnítrun, útskolun, tap í formi lofttegunda, binding í lífrænt efni) tii aukinnar
niturbindingar. Breytileiki er fyrir hendi í hversu virkar niturnámsbakteríurnar eru við mis-
munandi umhverfisskilyrði. Til dæmis hafa fundist bakteríustofnar sem eru mjög virkir við
lágan hita í samlífi við hvítsmára (Svenning 1991).
Litlar upplýsingar eru til um niturnám rauðsmára á norðlægum slóðum. í nýlegri
rannsókn frá Norður-Noregi (65°N) reyndist niturnám rauðsmára í blöndu með vallarfoxgrasi,
mælt með N15 samsætuaðferð, 128 kg N/ha á ári þegar enginn nituráburður var borinn á, en
72 kg N/ha á ári þar sem borin voru á 60 kg N/ha að vori og 30 kg N/ha milli slátta. Sambæri-
leg tilraun sunnar í Noregi (59°N) gaf samsvarandi tölur um niturnám upp á 210 og 130 kg