Ráðunautafundur - 15.02.1998, Side 109
101
Venjulega hefur hún náð lágmarki á fimmta eða sjötta sumri og getur þá farið niður í 70-75%
af uppskeru byggs á sáðskiptalandi, sjá 1. mynd. Eftir það kemur afturbati svokallaður og
uppskera úr síræktinni fer skánandi næstu tvö ár og helst í um 90% af uppskeru sáðskipta-
byggs úr því. Ástæðan er sú að meinvaldar byggsins eiga sér sína óvini fyrir jörð neðan og
þeim vex smám saman fiskur um hrygg. Sveppurinn Phialophora. radicola sníkir til dæmis á
rótardrepssveppnum og heldur honum í skefjum.
Eins og áður segir er ekkert vitað um það hvort þessar meinvættir finnast í moldu hér á
landi. Þó höfum við í höndum vísbendingar um það að ekki sé allt með felldu alls staðar. Á
Þorvaldseyri var tilraun með samanburð byggyrkja fjögur ár í röð á sama landi ffá 1993 til og
með 1996. Þar minnkaði uppskeran ár ffá ári nákvæmlega eins og gerst hefur í tilraunum
erlendis við sömu aðstæður. Á Þorvaldseyri var reyndar engin viðmiðun, það er að segja bygg
í sáðskiptum. Hins vegar má benda á að síðasta ár tilraunarinnar var árferði best, en þess sá
ekki stað í uppskeru, sjá 2. mynd. Þessarar hnignunar hefur ekki orðið vart á Norðurlandi. í
Miðgerði í Eyjafirði hefur tilraun verið sjö ár á sama stað og þrjú ár í Vindheimum í Skaga-
firði. Uppskera á þeim stöðum hefur verið breytileg, einkum í Miðgerði, en er þó fremur vax-
andi með árunum en hitt. Augljóst er að þetta mál þarf rannsóknar við strax á næst sumri.
120 --------------—---------------------
100 ___________-_________________
60
40
00
0 ----——------------------------------
1 2 3 4 5 6 7
1. mynd. Tölur úr sænskri tilraunaröð frá 1967-
84. Uppskera af' byggi úr sírækt sem hundraðs-
hluti af uppskeru byggs úr sáðskiptum. A x-ásnum
eru árin sem bygg hefur verið ræktað samfellt. Sjá
má afturbata eftir 6. ár. (Eftir Hammar 1986).
TÚN
Tilefni til sáðskipta
Sáðgresi hverfur. Vallarfoxgras þykir túngrasa best hér á landi og þarf ekki að fara um það
mörgum orðum. Snemmslegið er það auðmelt og lystugt, en meltanleikinn fellur nokkuð ört
þegar líður á sumarið. Vallarfoxgrasið þolir hins vegar illa að vera slegið snemma og við þá
meðferð hverfur það úr túnum. í samantekt, sem flutt var á ráðunautafundi 1991, mátti sjá að
vallarfoxgras hélt velli endalaust í tilraunum á Korpu, ef það var slegið í byrjun ágúst og
aldrei fyrr en það. Hins vegar tapaðist 1,5 prósentustig af vallarfoxgrasi úr uppskerunni fyrir
hverja viku og hvert ár, sem slætti var flýtt ffam fyrir ágústbyrjun. Væri tilraun slegin fjögur
ár í röð í síðustu viku júní eins og æskilegt er, töpuðust þannig 30 prósentustig bara við
sláttinn. í túnum í venjulegri notkun bætist við ýmiss konar annað álag svo sem troðningur af
2. mynd. Tölur úr komtilraunum á Þorvaldseyri.
Uppskera af byggi úr tilraun, sem gerð var fjögur
ár í röð á sama stað. Mælikvarðinn er hundraðs-
hluti af uppskeru fyrsta ársins. Aðgæta má að ár-
ferði var lakast 1995 og best 1996, en þess sér
engan stað í uppskerutölum.