Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 110
102
vélum, vorbeit og fleira. í túnaskoðun sinni fann Guðni Þorvaldsson líka að vallarfoxgrasi
hrakaði hratt með árunum. Að meðaltali yfir landið allt þakti vallarfoxgras 59% í túnum á
fyrsta ári, en einungis 16% í 6-10 ára gömlum túnum. Rýrnunin nemur þannig rúmum sjö
prósentustigum á ári.
Meltanleiki minnkar með aldri túna. Tegundir þær sem taka við af vallarfoxgrasi standast því
hvergi snúning hvað varðar meltanleika, lostætni og uppskeru. Sveifgras er skárst, en er ekki
varanlegt. Miklu oftar taka língresi og snarrót völdin. í sláttutímatilraun á slíku túni á Korpu,
sem auk þess skartaði sóley og hundasúru, náðist aldrei betri meltanleiki en 68% hversu
snemma sem slegið var, og er alls ekki viðunandi. Um það má lesa í ráðunautaíundarriti ffá
1983. Hér fylgja tölur úr annarri tilraun á Korpu:
1. tafla. Uppskera og meltanleiki þegar slegið er við skrið vallarfoxgrass og fallandi meltanleika úr því. Niður-
stöður úr tilraun nr. 567-81 á Korpu. Meðaltal fjögurra ára.
Vallarfoxgras Sveifgras Língresi
Uppsk. Meltanl. Fallandi Uppsk. Meltanl. Fallandi Uppsk. Meltanl. Fallandi
hkg/ha % á viku hkg/ha % á viku hkg/ha% á viku
Fyrri sláttur 34 75 2,0 25 72 1,7 29 70 2,3
Seinni sláttur 12 71 22 68 15 70
Alls 46 74 47 70 44 70
Uppskera minnkar með aldri túna. Lengi hefur verið vitað að uppskera er mun meiri fyrstu
árin eftir sáningu en þegar túnið eldist. Ástæðan er að hluta til áburðaráhrif því að jurtaleifar
úr fyrri ræktun eru að rotna fyrsta árið eftir jarðvinnslu. Mikilvægara er þó að fyrstu árin eru
góð skilyrði fyrir nýtingu áburðar, en þau skilyrði versna oftast eftir því sem túnið eldist og
treðst. Teknar voru saman tölur úr öllum vallarfoxgrastilraunum á Korpu síðustu sautján árin
til þess að bregða ljósi á vandamálið. Tilraunirnar voru átta talsins og sáð til þeirra á ýmsum
árumog þvítaldist árferðismunur jafnast út. Einungis voru hafðir með liðir þar sem slegið var
fyrir og um skrið vallarfoxgrass og allar voru tilraunirnar tvíslegnar. Meðaluppskera þessara
fjögurra ára var 50,6 hkg þe./ha og vallarfoxgras var 53% af uppskerunni að meðaltali fimm
ára. Niðurstöðurnar eru á 3. og 4. mynd.
3. mynd. Uppskera úr átta vallarfoxgrastilraunum
á Korpu árin 1980-97. Teknar voru með allar til-
raunir, þar sem sláttutími var fastákveðinn og ekki
seinni en um skrið. Mælikvarðinn er hundraðs-
hluti af uppskeru fyrsta ársins. A x-ásnum eru ár
frá sáningu. Uppskera fellur jafnt og þétt og er á
fjórða ári einungis 77% af því, sem hún var á því
fyrsta.
4. mynd. Hlutur vallarfoxgrass í uppskeru úr
blöndutilraunum á Korpu slegnum ekki seinna en
við skrið. Mælikvarðinn er hundraðshluti af
vallarfoxgrashlut fyrsta ársins. Á x-ásnum eru ár
frá sáningu. Á myndinni sést að á fimm árum tap-
ast næstum helmingur vallarfoxgrass úr túni.