Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 111
103
Rýgresi. Til greina kemur að sá íjölæru rýgresi, gjarnan með smára. í tilraunum hefur það
lifað tvo til fjóra vetur. Meðan það lifir gefur það mikla og góða uppskeru. Notkun rýgresis á
þennan hátt gerir kröfu til nýrra viðhorfa í túnrækt. Menn ætla túninu þá ekki langa ævi
heldur líta á það sem lið í sáðskiptum og eru við því búnir að plægja það upp um leið og það
kelur.
Ýmis óáran. Framræsla túna og sýrustig þeirra verður að sjálfsögðu að vera í iagi, en þar fyrir
utan eru plógur og herfi helstu lækningatækin hvað svo sem kann að bjáta á. Kal er líklega í
og með þreyta í jarðvegi og þar gæti efnafælni komið við sögu. Það er hugmynd Bjarna Guð-
leifssonar. Kal kemur að minnsta kosti sjaldan að sök í nýræktum Regluleg sáðskipti eru
besta vörnin gegn kali og sé tún í stöðugri endurnýjun er kalhætta ekkert til að hafa áhyggjur
af. Svolítið stærri spilda fer þá undir plóginn kalárið en í meðalári. Önnur óáran sem líka
getur heitið sáðskiptasjúkdómur eru mítlarnir fyrir norðan. Það hlýtur að vera miklu nær að
plægja upp mítlatún en úða yfir það eitri.
YFIRLIT
,3úskapur er heyskapur" er fullyrðing sem Bjarni Guðmundsson hefúr komið á flug. í til-
vitnuðu erindi rökstyður Bjarni það hversu nauðsynlegt það er fyrir afkomu búsins að afla
góðra heyja. Afkoma búsins veltur ekki á öðru ffemur en því að heimafengið fóður sé auð-
melt og lystugt og nóg af því. Undir þetta skal tekið hér. Ég vildi þó bæta við að þótt snemma
sé slegið og heyverkun til fyrirmyndar verður heyið aldrei betra en hráefnið sem í það fer.
Þess vegna eru menn nú hvattir til að nota fósturmoldina betur en hingað til hefur verið gert.
Það er best gert með því að draga fram plóginn og plægja upp túnið mildilega en þó ákveðið.
Með góðri sáðvöru mun þá upp spretta gullslegið korn, næpur á við nautshausa, dimmgrænt
rýgresi og drúpandi repja og kýrnar munu leika við hvurn sinn fingur.
HEIMILDIR
Bjarni Guðmundsson, 1991. „Búskapur er heyskapur". Ráðunautafundur 1991: 105-114.
Guðni Þorvaldsson, 1994. Gróðurfar og nýting túna. Fjölrit Rala nr. 174.
Hammar, Olof, 1986. Korn till foder och malt. Aktuellt frán lantbruksuniversitetet 352. Uppsala 1986.
Hólmgeir Björnsson & Jónatan Hermannsson, 1983. Samanburður á meltanleika nokkurra túngrasa. Ráðunauta-
fundur 1983: 145-160.
Jónatan Hermannsson & Áslaug Helgadóttir, 1991. Áhrif meðferðar á endingu sáðgresis. Ráðunautafundur
1991:79-86.
Kvist & Olsson, 1989. Strásádesodling i monokultur. Vaxtodling 8. Uppsala 1989.
Olsson, Stig, 1995. On barley monoculture soil. Uppsala 1995.
Jarðræktartilraunir/Jarðræktarrannsóknir Rala öll árin ffá 1980 til 1996. Gefin út í fjölritaröð Rala.