Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 115
107
Mjög lífrænn jarðvegur eins og mýrarjarðvegur hentar rauðsmára illa, m.a. vegna lágs
sýrustigs, lítils steinefna innihalds og mikillar losunar niturs úr jarðvegi. (Jóhannes Svein-
björnsson 1997).
Sumstaðar kemur til greina að nota beringspunt í stað vallarfoxgrass. Hann virðist lifa
vel á mýrum og sandi (Jónatan Hermannsson 1985). Hey af honum hefur reynst sæmilega
lystugt og oft ágætt fóður.
JARÐVINNSLA
Plæging er lykilatriði í jarðvinnslu til að sáning heppnist vel. Með henni má losna við gamla
túngróðurinn ef vel er að verki staðið. Alltaf er samt hætt við að hann lifi að einhverju leyti ef
ekki eru ræktaðar einærar tegundir í 2-4 ár áður en grasi er sáð aftur. Heppilegast að plægja
grunnt (15 sm) þegar tún eru plægð upp þar sem vænta má þess að mikil frjósemi sé í yfir-
borði. Annað árið er svo rétt að plægja djúpt, ekki þó dýpra en 25 sm. Með þessu móti á að
vera hægt að losna við að grasrótin komi upp aftur. Ókostur við að plægja djúpt getur verið sá
að upp komi ófrjósamur jarðvegur. Þar sem tún eru plægð upp með reglulegu millibili breytist
þetta því jarðvegurinn verður þá með tímanum jafn frjósamur niður í venjulega plægingardýpt
og þá getur verið óhætt að plægja djúpt fyrst til að losna við gamla gróðurinn, en grynnra
síðan.
Framræsla, jöfnun og kýfing þarf að vera í lagi. Þar sem sýrustig er lágt þarf að huga að
kölkun. Flest þau grös sem hér eru nefnd í umræðu um sáðskipti þola illa sýrustig undir pH
5,0-5,5.
Bregðist einn þáttur í vinnslunni er hætt við því að hann eyðileggi árangurinn. Fín-
vinnslan verður jafnan best með herfingu. Þannig verður yfirborðið (sáðbeðið) hæfilega fín-
unnið, en neðri jarðvegslög grófari. Tæting hentar einungis á seiga plógstrengi en ætti ekki að
nota þar sem hægt er að nota herfi. Forðast þarf effir því sem hægt er að fara um flögin í
bleytu.
Það er afar mikilvægt að sáning fari fram strax og fínvinnslu er lokið, áður en flagið
þornar. Spírun verður þá betri og minni hætta er á að illgresi nái sér á strik. Notkun raðsáð-
véla hefur ótvíræða kosti fram yfir dreifsáningu. Með þeim má sá í hæfilega dýpt undir yfir-
borðið, en það gefur jafnari og betri spírun, og einnig er fræið betur varið fyrir veðri og
fuglum. Það má einnig benda á með notkun raðsáðvéla er fræi ekki kastað í skurði og því
gróa þeir hægar upp. Heppilegust sáðdýpt grastegunda fer eftir stærð fræsins. Oftast er hún
rétt undir yfirborðið fyrir grasfræ, rauðsmára má ekki sá dýpra 15 mm vegna smæðar fræsins
og takmarkaðs næringarforða þess (Frame 1992 e. Jóhannesi Sveinbjörnssyni 1997). Korni er
best að sá í 3-5 sm dýpt.
BÚFJÁRÁBURÐUR
Ekkert hefur verið minnst á það hvernig nota skal búfjáráburð við sáðskipti. Hann hentar illa
sem áburður á korni sökum þess hve óvíst er um innihald hans af köfnunarefni. Það kæmi þó