Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 116
108
til greina á sendnum jarðvegi. Margir bændur forðast að nota búfjáráburð í grænfóðurakra og
flög af ótta við að fá í þau arfa. Aðrir hafa það hins vegar sem reglu og hafa af því góða
reynslu. Þetta vandamál virðist því nokkuð bundið bæjum. Þar sem grænfóður er notað í sáð-
skiptum er sjálfsagt að góður skammtur, 50-100 tonn, af búfjáráburði sé plægður niður í
flagið áður en því er lokað með grasi. Þetta má gera á einu eða fleiri árum. Við sáðskipti með
korni er búfjáráburðurinn borinn á túnin. Eftirverkun hans gerir að áburðarþörf kornsins
verður þá oft mjög lítil eftir að túnin eru plægð upp.
LOKAORÐ
Með tíðari endurvinnslu túna er líklegt að jarðvegur verði betri til ræktunar, loftun hans
verður væntanlega meiri og sýringaráhrifa sem oft gætir í rökum og þéttum jarðvegi gætir
síður. Ætla má að sáðgresi muni endast betur í túnunum. Full ástæða er til að hvetja bændur
til að reyna sáðskipti í sínum búskap. Ég tel að með því muni þeir afla meira og betra gróf-
fóðurs.
HEIMILDIR
Áslaug Helgadóttir, 1987. Áhrif gróðurfars á afrakstur túna. Ráðunautafundur 1987: 33-47.
Erna Bjarnadóttir, 1991. Hagkvæmni endurræktunar. Ráðunautafundur 1991: 87-94.
Guðfinnur Jakobsson, 1993. Lífrænn landbúnaður. Handbók bænda 1993: 51-53.
Guðni Þorvaldsson, 1993. Nýræktir og endurvinnsla. Handbók bænda 1993: 48-50.
Gunnar Ólafsson, 1979. Efnainnihald og meltanleiki ýmissa túngrasa á mismunandi þroskastigi. Fjölrit RALA
nr. 42, 20 bls.
Hólmgeir Björnsson & Friðrik Pálmason, 1994. Áhrif áburðar og sláttutíma á efnainnihald í grasi. Ráðunauta-
fundur 1994: 193-205.
Jóhannes Sveinbjörnsson, 1997. Ræktun og nýting rauðsmára við íslenskar aðstæður. Búvísindi 11: 49-74.
Jónatan Hermannsson, 1985. Grastegundir og stofnar í túnrækt. Ráðunautafundur 1985: 167-178.
Ólafur Eggertsson, 1987. Sáðskipti með korni - heimaatlað fóður. Freyr 83(7): 270-273.
Ólafur Eggertsson, 1998. Munnleg heimild.
Þóroddur Sveinsson & Gunnar Ríkharðsson, 1991. Nýting og arðsemi grænfóðurræktar. Ráðunautafundur 1991:
26-43.