Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 118
110
það þarf að þekkja út frá ofanjarðarvexti. Til dæmis er húsapuntur með litla orku í rót þegar þrjú
laufblöð eru sýnileg á sprota (einkfmblöðungur). Lúpína er viðkvæm þegar hún er í blóma
(tvíkímblöðungur).
Rífa má plöntur lausar en þessi aðferð er mjög háð veðri, hversu djúpt er farið, þroskastigi
og illgresistegund. Til dæmis er lúpína ekki þurrkþolin.
Jarðvinnsla
Mestar líkur eru á að illgresi nái sér á strik á sama tíma og ræktunarplantan er að spíra. Rétt
og góð jarðvinnsla er afgerandi ef halda á túninu illgresislausu.
Góð plæging er lykilatriði. Með plægingu er gróður sem fyrir var færður niður á það
mikið dýpi að samkeppni frá honum er ekki að vænta fyrsta kastið. Það fer effir aðstæðum
hversu djúp plægingin á að vera, en reikna má með því að gamla yfirborðinu þurfi að koma
niður á 17-20 cm dýpi. Mikið atriði er að strengjum sé velt vel en standi ekki upp á rönd.
Plógar eru ekki allir eins, og plógar með stutt og þvert moldverpi (sívalningslaga) sem eru
ætlaðir á opið land, s.s. kartöflugarða og kornakra, eru ekki hentugir á gróinn svörð. Þessir
plógar vinna best í akurlendi, sundurlausum jarðvegi og blanda jarðvegi töluvert saman með
réttri beitingu. Ef strengurinn er gróinn og seigur fer hann hins vegar aðeins hálfa leið og
liggur á hliðinni. Slík plæging er ófullnægjandi.
Á gróinn svörð þarf plóg þar sem moldverpið er skrúfulaga og samræmi er á.milli
skerabreiddar og moldverpis. Slíkir plógar eru algengir hér á landi og yfirleitt notaðir á réttan
hátt af þeim sem þá nota.
Eftir plægingu þarf að rnylja yfirborðið með herfi. Það þarf að vera jafnt og vel myldið
en ekki á að vinna það djúpt að plöntutegundir úr gamla sverðinum dragist upp á við. Landið
á ekki að tæta nema að vel grunduðu máli því með tætingu er gamla yfirborðinu blandað
saman við það nýja. Mjög mikilvægt er að sá strax eftir jarðvinnsluna. Ef ekki er sáð strax að
lokinni jarðvinnslu fá illgresistegundir forskot á ræktunarplöntuna, sem leiðir til illgresis-
vandamála sáningarárið og bóndinn sem hóf verkið með það að markmiði að skipta um
plöntutegundir á svæðinu situr upp með þær tegundir sem fýrir voru.
ILLGRESISEYÐAR
Hugtök
Efni sem notuð eru til að eyða illgresi ganga undir meira en einu nafni. Stundum er notað
orðið illgresislyf. Það orð er ótækt. Enginn notar orðið rottulyf yfir efni sem drepa rottur, þar
tala menn um rottueitur. Á sama hátt væri út af fyrir sig eðlilegt að tala um illgresiseitur yfir
efni sem drepa illgresi (í ensku er notað orðið herbicid, sem þýðir plöntueitur) en hér er þó
mælt með að nota orðið illgresiseyðir. I yfirlitslistanum frá Hollustuvernd er orðið örgresis-
efni notað yfir illgresiseyða. Það orð er mun lakara en illgresiseyðir og lítt gegnsætt. Það
gefur til kynna að verið sé að eyða smáum plöntum, en stærstu jurtir landsins verða oft ill-
gresi.
Biðtími eða endingartími (persistens) er ekki mjög nákvæmt hugtak en með því er átt að