Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 119
111
efnið hemji ekki vöxt viðkvæmra tegunda að biðtíma loknum eða hversu lengi við þurfum að
bíða með að rækta. Þetta er sum sé ræktunartæknilegt hugtak og hefur ekki mikið með raun-
verulegt niðurbrot að gera.
Kerfisvirkt, efni er tekið upp af vef og flutt um alla plöntuna.
Snertivirkt, efni er tekið upp af vef og ekki flutt um plöntuna, það drepur aðeins þann
hluta sem úðað er á.
Samræmd gœlunöfn eru á illgresiseyðum. Öll efni hafa efnafrœðiheiti sem er samræmt.
En þar sem þessi heiti verða mjög löng þegar efni verða flókin að uppbyggingu hafa menn
komið sér saman um samræmt gælunafnakerfi þar sem endingin vísar oftast til efnaflokksins.
T.d. enda úron efnasamböndin á -úron, s.s. línúron, díúron, og tríazín efnin á -zín, t.d. símazín
og terbútýlazín. Svo er þó ekki alltaf, t.d er heiti alifatísku sýranna myndað með ýmsum hætti.
Framleiðendur efnanna hafa einnig gefið efnunum verslunarheiti eða söluheiti og auglýsa
efnin undir þeim heitum. Þannig hefur eyðirinn 2,4-D verið seldur á síðustu árum sem
Ugress-Kverk og Weedar. Eyðirinn símazín sem Gesatop og Murphy Weedex. Í umfjöllun
um eyða er eðlilegast að notast við gælunafnakerfið, því verslunarheiti koma og fara.
Nokkur atriði um verkun illgresiseyða
Þegar notuð eru eiturefni sem illgresiseyðar er næstum alltaf verið að spila á hárfínt jafnvægi
milli þess að drepa plöntuna eða ekki. Sjaldan er um það ræða að efni virki eingöngu á eina
plöntutegund en ekki á aðra.
Hvernig er hægt að fella eina lífveru en hjálpa annarri?, t.d.: drepa bakteríu en ekki
spendýr; drepa skordýr en ekki plöntu og hvernig er hægt að eyða einni plöntu en hlífa
annarri?
Þegar eyða á plöntu meðal dýra er eðlilegast að ráðast að þeim eiginleikum sem ein-
göngu eru í plöntum og ekki dýrum. Eitt þessara atriða er að trufla ferla í ljóstillífuninni. Þeir
ferlar eru að sjálfsögðu ekki hjá dýrum og hefur þetta verið gert í miklum mæli. Ólíkt dýrum
hafa plöntur ekkert taugakerfi, en stjórnast í meira mæli en dýr af hormónum. Oft er hægt að
trufla hormónastýringu þeirra og fella þær þannig. Hávaðinn af öllum illgresiseyðum eru af
tveimur gerðum, tillífunartálmar og plöntuhormón.
En þegar fella á eina plöntutegund en ekki aðra þarf að spila á einhverja aðra eiginleika.
Sem dæmi um slflca eiginleika má nefna:
• Kímblöð hafa ekki vaxlag eins og önnur laufblöð.
• Korklag myndast oft á gömlum plöntum bæði á rótum og stofni.
• Vaxtarbroddar eru misvel varðir. Á einkímblöðungum er brumið vel varið innan í
blaðslíðrunum; á tvíkímblöðungum er brumið illa varið.
• Á einkímblöðungum er lengingarsvæðið niðri við svörð en á tvíkímblöðungum er
það ofarlega.
Að auki má nefna að rœktunartæknilegar aðgerðir skipta oft sköpum þegar eyða á einni
plöntu en hlífa annarri. í rauninni hafa þær meiri hagræna þýðingu en plöntulífeðlisfræðileg
atriði. Sem dæmi um þær má nefna: