Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 120
112
• Úðað er á ákveðna einstaklinga.
• Eyðir lagður á yfirborðið, plöntur með djúpt rótarkerfi sleppa.
Illgresiseyða má á skilgreina á á mismunandi hátt:
• Eftir efnasamsetningu', t.d úronar. Tríazínar.
• Eftir tíma úðunar, fyrir spírun, eftir spírun.
• Eftir upptökw, t.d. í gegnum blöð, í gegnum rætur.
• E&aí flutningi í plöntunni; kerfisvirk, snertivirk.
• Eftir á áhrifum á plöntunœ, t.d. hormónáhrif (fenoxysýrur), tálma ljóstillífun
(triazínar, úronar), antimetabolittar (klóralifatiskar sýrur), trufla frumuskiptingu
(fenylkarbamatar), efni sem eyða ATP orku (dinosep, pentaklorfenol).
• Eftir áhrifum efnannœ, drepa allt (gjöreyðingarefni), virka á sumar plöntur (illgresis-
eyðar).
Eingöngu tveir fyrstu flokkarnir mega teljast öruggir. Hinir eru háðir umhverfisað-
stæðum. T.d. verða sum snertivirk efni kerfisvirk við ákveðnar aðstæður.
Dæmi: Efnið diquat (Reglone) er leyft hér á landi og er flokkað sem snertivirkt efni.
Samt getur efnið borist um plöntuna. Leyft er að nota efnið til að fella kartöflugras en ef efna-
flutningur er ör í plöntunni getur efnið borist úr blöðum í rætur.
Um illgresiseyða sem tálma Ijóstillífun
Ljóstillífúnarferlarnir eru vel geymdir inni í grænukornunum í innra himnukerfi grænukorn-
anna (thylakóið-himnunni). Frá yfirborði plöntunnar er langt að fara; um tvær himnur þarf að
fara til að komast þangað og einnig um vaxlagið á yfirhúð plöntunnar. Á sérhverju stigi hafa
plöntur möguleika á að stöðva eyðinn.
Hægt er nota línúron á kartöflur þótt kartaflan sé viðkvæm fyrir þessum eyði. Upptaka
er það hæg að plantan nær að hindra að mikið af eyði komist að ljóstillífunarferlum. Línúron
er einnig notað á gulrætur sem þola eyðinn, nema þegar honum er dreift á kímblaðastigi. Að-
eins þá er upptakan það ör að plantan þolir hann ekki. Gulrætur eru með kerfi sem hindrar að
eyðirinn komist að thylakóið-himnunni og þær eyða honum síðan smá saman.
Um kerfisvirka eyða
Almennt má á segja um kerfisvirka eyða sem berast með sáldæðum, þ.e. í lifandi vefi, að þeir
virka best í ákveðnum styrkleika, hvorki of mikið eða of lítið. Það er vegna þess að efnin
verða að berast um plöntuna áður en þau drepa hana. Ef skammturinn er of stór drepst plantan
hratt og aðeins hluti plöntunnar fær eitrið í sig. Hinir hlutar plöntunnar sleppa og plantan vex
áffam. Ef skammturinn er of lítill drepst plantan heldur ekki.
Kerfisvirk efni sem tekin eru upp af blöðum á að nota þegar plantan er kominn til
nokkurs þroska og farin að flytja ljóstillífunarafúrðir niður í rætur og út í sþrota.
Efnum blandað saman
Sérstaka aðgát á að sýna ef skordýraeitur er notað á undan illgresiseyði eða efnum er blandað
saman, því að eitt efni kann að spilla vaxlagi plöntunnar og eykst þá upptaka annars efnis.