Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 124
116
Dichlóbeníl er kornaður og er því handhægur eyðir í notkun, í smáum stíl, þar sem ekki
þarf að úða. Gæta verður þess að kornin safnist ekki saman við stofna trjáa sem þá geta drepið
þau.
Glyphosate
Glyphosate (Roundup) er illgresiseyðir sem notaður hefur verið með ágætum árangri í
norðlægum löndum á síðustu árum. Efni þetta er samsett úr aminósýrunni glýsin og methyl-
fosfórsýru. Þar sem efnið inniheldur bæði nítur og fosfórsýru, ásamt orku, og bæði
amínósýran og fosfórsýran ganga inn í efnaskipti lífvera, verður það umsvifalaust fyrir árás
baktería (þangað er mikið að sækja) og er étið upp á tiltölulega skömmum tíma. Efnið binst
einnig fast við jarðvegskorn og verður því fljótlega óvirkt í jörð. Biðtími þess er um 7 dagar
og það virkar best ef vatn er sparað og notaðir 100-150 1/ha. Efnið fellir nær allar plöntur.
Glyphosate er kerfisvirkt og tekið upp af laufblöðum. Það berst þaðan með sáld- og
viðaræðum um alla plöntuna og drepur hana með því að hindra myndun hringlaga
(aromatískra) amínósýra. Eitrunareinkennin koma því hægt í ljós, oft eftir tvær til fjórar vikur.
Einkennin eru gulnun blaða og seinna meir rauðbrúnn litur. Upptaka er háð því að loftraki sé
hár, en regn innan 6 tíma eftir úðun eyðileggur verkun þess.
Oft er hægt að úða glyphosate á barrtré eftir að lengdarvexti þeirra lýkur. Það er vegna
þess að glyphosate kemst ver í gegnum fullþroskaða yfirhúð barrtrjáa en yfirhúð flestra ann-
arra tegunda. Þar að auki brjóta sum barrtré glyphosate hraðar niður en aðrar tegundir gera.
Þar sem glyphosate er sá illgresiseyðir sem minnst hætta er á að valdi varanlegum skaða
er rétt að mæla með sem mestri hlutfallslegri notkun hans. Glyphosate er lítið sérhæft efni
með tilliti til þess að það drepur flestar plöntur sem það kemst í snertingu við (sum barrtré þó
undantekning). Þar sem trjáplöntum í skjólbeltum er yfirleitt plantað í beinum röðum er oftast
hægt að úða á milli raðanna og skerma úðann af á meðan. Allmörg verkfæri hafa verið þróuð
til að auðvelda mönnum iðju þessa. Einnig má bera (rjóða) eyðinn á ákveðna plöntu-
einstaklinga.
Glufosinate ammonium
Efnið glufosinate ammonium (Basta, Murphy illgresiseyðir) hindrar myndun amínosýra á
svipaðum hátt og glyphosate gerir, en eitrunaráhrif koma þó fljótt í Ijós vegna uppsöfnunar á
ammóníumjónum, sem sundra ffumuhimnum. Eyðirinn er tekinn upp af blöðum en berst ekki
um plöntuna, það er snertivirkt og drepur alla plöntuvefi sem það fer á. Því þarf að skerma af
úðann ef ræktunarplantan á ekki að líða.
Eyðinn má nota í trjárækt, jarðaberja- og kartöflurækt og niðurbrot í jörð er allhratt.
2.4- D og mechlorprop
2.4- D (Dimethylamín salt eða ester af díklórfenoxiediksýru) (Weedar, Ugress Kverk-D) og
mechlorprop (Herbamix) eru, ásamt fjölmörgum fenoxýsýrum, gerfi-plöntuhormón með
auxínverkun. Upptaka er að mestu um laufblöð og vaxandi vefi. Til að verkun sé góð þurfa