Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 125
117
plöntur að vera í góðum vexti, Fullþroskaðar plöntur taka lítið upp og eftir blómgun minnkar
upptaka mikið. Ef þurrt er í veðri er best að úða að morgni. Biðtími 2,4-D er 2-8 vikur, bið-
tími mechlorprops er 4-10 vikur.
Fenoxýsýrurnar eru að hverfa af markaði eftir að hafa verið ríkjandi illgresiseyðar í um
30 ár. Ástæðan er einkum sú að þær flæða um í jarðvegi og berast oft í grunnvatnið. Einnig
hafa þær legið undir grun um að vera krabbameinsvaldandi. 2,4-D og mechlorprop eru enn á
skrá, en eru á útleið ásamt hinum fenoxýsýrunum.
Díquat-díbrómíð
Díquat-díbrómíð (Reglone, Preeglone) er efni sem veldur upplausn í ffumuhimnu plantna en
berst ekki um pJöntuna. Efnið er hægt að nota til að svíða-, þurrka upp laufblöð plantna.
Hentug er að nota það til að fella blöð fyrir frætekju lúpínu, en einnig má nota það í staðinn
fyrir að sJá gras og til að fella karföflugrös fyrir upptöku. Eyðinum á að úða á laufblöð.
Eitrunareinkenni kom fljótt í ljós, stundum samdægurs. Biðtími er fáeinir dagar.
Metribúzín
Metribúzín (Sencor) tálmar ljóstiilífun og er efnið tekið upp bæði um blöð og rætur. Þennan
eyði er hægt að nota í kartöflurækt og úða á í seinasta lagi viku eftir að kartöflugrös eru
komin upp. Þessum eyði er því hægt að úða seinna en línúroni, sem þarf að úða áður en
kartöflugrös koma upp. Eyðirinn brotnar hægt niður og biðtíminn er meira en eitt ár. Efnið á
því að nota með mikilli varúð með tilliti til eftirverkunar.
Triflúralín
Triflúralín (Treflan) er efhi sem gufar hratt upp úr jarðvegi. Efninu þarf að koma niður í jarð-
veginn, í um 5-8 cm dýpt, strax eftir dreifmgu. Biðtími í jarðvegi er algjörlega háður þessari
framkvæmd. Efnið fellir margar arfategundir og nokkrar grastegundir, en jurtir af krossblómaætt
og belgjurtaætt þola flestar eyðinn. Margar trjátegundir þola hann einnig. Eyðirinn er brotinn
niður af bakteríum í jörð.
Triflúralín er tekið upp af rótum og sprotum að hluta en berst lítið um plöntuna. Eyðirinn
hindrar frumuskiptingu með því að verka á allmarga þætti hennar. Eitrunaareinkennin eru að
plöntuhlutar í vexti bólgna upp og verða dökkgrænir. Þroskun grasa stöðvast á kímstöngulsstigi.
Propachlor
Propachlor (Ramrod) er tekið upp af rótum og spírandi fræi og fluttur inn í sprota. Eitrunar-
áhrifin eru á frumuskiptingu með beinni verkun á kjarnsýrurnar. Rótarlenging stöðvast.
Propachlor er hægt að nota við ræktun mat- og fóðurjurta af krossblómaætt. Biðtími er
2-4 mánuðir. Eyðinn má einnig nota í trjárækt því að margar trjátegundir þola hann.
Fitusýrur
Hægt er að eyða illgresi í trjárækt með fitusýrum (Topgun) og líffænum leysiefnum.