Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 126
118
Jámsúlfat
Járnsúlfat (Járnvítrol, pokon, maxicrop, mosaeyðir) er salt og er notað til að eyða mosa.
ILLGRESISEYÐING í TÚNRÆKT
Til að ræktunarplantan nái sér vel á strik þarf svarðarmyndun að ganga vel. Nokkur atriði
þarf að hafa í huga.
Sáning
Þær tegundir sem notaðar eru í túnum hér á landi eiga það að mestu sameiginlegt að svarðar-
myndunin gengur hægt og samkeppnisþróttur er lítill fyrsta sumarið.
Sáðmagn er mikilvægt atriði. Það má ekki vera of lítið ef halda á illgresi í skefjum.
Einnig er mikilvægt að sá ffæi grunnt þannig að það spíri sem hraðast. Ef fræi er sáð of djúpt
spírar það seint upp á yfirborð og mikil orka fer í spírum áður en plantan fer að ljóstiliífa. Of
djúp sáning leiðir til þess að planta er veik fyrstu dagana þótt hún nái upp á yfirborð.
Umhirða eftir sáningu
Illgresi spírar á sama tíma og ræktunarplantan. Margar illgresistegundir spíra hratt ef næg úr-
koma er, s.s. haugarfi. Því er mikilvægt að hafa fjarlægt þau ffæ af yfirborðinu.
Innkoma illgresis effir sáningu bendir til að illa haft verið plægt og þegar næst er plægt
þarf að bæta úr því.
Ef arfi fer að vaxa sáningarsumarið er oft til bóta að slá nýræktina. Sláttur hefur verri
áhrif á tvíkímblöðunga, s.s. haugarfa, en grastegundir. Tvíkímblöðungar eru sérlega við-
kvæmir þegar þeir blómstra. Sláttur hjálpar því grösum í samkeppninni. Til eru undan-
tekningar ffá þessu sem eru illgresistegundir sem eru með vaxtarbrumið niður við jörð og
skemmast ekki þegar slegið er.
Illgresiseyðing með eyðum er möguleg effir sáningu. Þar koma nokkur efni til greina.
Þegar ráðist er í illgresiseyðingu með eyðum þarf að hafa mörg atriði í huga, m.a. að þeir eru
dýrir og ekki áhættulausir í notkun.
Notkun illgresiseyða í nýrœkt
Fyrir spírun. Effir sáningu, en áður er ræktunarfræ spírar, má úða glyphosate. Það drepur allt
sem þá hefur spírað. Ef eitthvað er effir af gamla sverðinum slær þessi aðgerð á hann.
Eftir spírun. Grastegundir þola nokkra illgresiseyða eftir spírun. í flestum tilfellum draga þeir
þó úr vexti grasanna. Grastegundirnar verða að vera komnar með tvö laufblöð eða meira
þegar úðað er á þær. Efni sem koma til greina eru hormónaefnin: Mechloprop og 2,4-D sem
halda ffæplöntum og einnig fjölæru tvíkímblaða illgresi niðri, en draga úr vexti grasa (sjá t.d.
Fjölrit RALA nr. 181). Grastegundir eru misviðkvæmar gagnvart hormónum. Rýgresi er
þolið, túnvingull þolir minna og minnst þola vallarsveifgras og vallarfoxgras.
Þœttir sem stuðla að illgresisvexti í grónum túnum
Helstu atriði sem stuðla að illgresisvexti í túnum tengjast kali, lélegri ffamræslu, ónægri eða