Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 127
119
rangri áburðargjöf, meðferð túna og vali á ræktunarplöntum. Fræforði jarðvegsins hefur
einnig áhrif.
Hér verða settar fram nokkrar leiðbeiningar sem snerta samkeppni milli tegunda í
túnum. Þessar leiðbeiningar eru ekki algildur sannleikur, en kunna í sumum tilfellum að
hjálpa til við að meta ástand túnsins.
Framrœsla. Léleg framræsla hjálpar tegundum svo sem varpasveifgrasi, knjáliðagrasi, lín-
gresi og snarrót.
pH. Smárategundir þola ekki lægra pH en 5,5. pH undir 5 hjálpar hálíngresi, skriðlíngresi,
ilmrey og túnsúru. Þegar tún hér á landi verða mjög súr verður língresi oft ríkjandi. pH í
túnum ætti því ekki að vera undir 5,5-6,0.
Nítur. Níturáburður eykur vöxt grasa. Túnvingull er þó ekki áburðarffekur og ef hann er
ríkjandi í túni er það stundum merki um níturskort. Túnvingull er einnig þurrkþolinn og
stundum er hann merki um þurrann svörð. Samkeppnisþróttur Leik túnvinguls er mikill og
getur hann sums staðar rutt tegundum, s.s. vallarfoxgrasi, á brott. Mikill níturáburður getur
einnig hjálpað illgresistegundunum haugarfa, hundasúru og skriðsóley. Belgjurtir tapa í sam-
keppni ef mikið er notað af níturáburði.
Fosfór. Nokkrar tegundir þola lágan fosfórstyrk, s.s. hálíngresi, ilmreyr og sauðvingull. Hár
fosfórskammtur örvar smáravöxt og vöxt margra tvíkímblaða illgresistegunda.
Kalí. Hár kalískammtur eykur smáravöxt en jafnífamt vöxt fífla og þistils. Lágur kalí-
skammtur hjálpar túnvingli, hálíngresi, vallarsveifgrasi og hundasúru.
Notkun túnanna. Nýting túnanna er einn áhrifaþátturinn enn. Vorbeit eykur yfirleitt hlutdeild
illgresis en einnig hlutdeild smára. Sláttur þegar tvíkímblaða illgresi er að blómstra dregur
yfirleitt mjög úr þrótti þess því tvíkímblöðungar eru viðkvæmir á því stigi.
Þegar tún hafa kalið eru miklar líkur á að illgresi nái sér á strik í kalskellunum. Kal
tengist aftur á móti veðurfari, meðferð og vali á ræktunarplöntu.
Gróðurbreytingar verða í túnum. Það er eðlileg þróun í gróðurlendi (Guðni Þorvaldsson
1993). Hlutdeild ræktunarplöntu svo sem vallarfoxgras minnkar fyrr eða síðar. En þegar ill-
gresi fer að vaxa í miklum mæli í grónum túnum bendir það til að eitthvað sé að ræktuninni,
s.s. röng áburðargjöf eða meðhöndlun þannig að ræktunarplantan fái ekki notið sín.
Notkun illgresiseyða í grónum túnum
Alls ekki er víst að notkun hjálparefna svo sem illgresiseyða geti bjargað miklu ef ræktun er á
annað borð ábótavant. Hér á landi er ekki hefð fyrir notkun slíkra efna og því reynsla ekki
mikil. Fáar tilraunir er og við að styðjast og reynsla sem fengist hefur af illgresiseyðum í túni
benda til að fjárhagslegur ávinningur sé vafasamur.
Offast nær illgresi sér á strik á einstökum blettum og breiðist þaðan út. Það er því oft
nægilegt að úða þá bletti. Ef það er gert tímanlega er úðun með bakdælu nægilega virk að-
gerð.
Auðvelt er að eyða flestum tvíkímblaða illgresistegundum í túni. Eyðarnir 2,4-D og