Ráðunautafundur - 15.02.1998, Síða 131
123
eftirverkun illgresiseyða hér á landi en ekki eru miklar líkur á hægt verði að fá fé til slíkra
rannsókna. Rannsóknir á slíkri ræktun eru ekki á stefnuskrá Rannsóknasjóðs Rannsóknaráðs og
þar sem framleiðendur efnanna geta fengið þau skráð til notkunar hér á landi án rannsókna er
ekki líklegt að þeir greiði fyrir slíkar rannsóknir. Hér er því stuðst við reynslu og upplýsingar
nokkurra aðila. Upplýsingar um illgresiseyða eru fengnar úr erlendum handbókum sem fjalla um
illgresiseyðingu, fjölmörgum upplýsingabæklingum frá framleiðendum eyðanna sem eru án
höfunda, svo og tilraunastarfi og munnlegum upplýsingum. Lítið er vitnað til heimiida í texta þar
sem þær eru lítið notaðar beint. Jónatan Hermannson og Guðni Þorvaldsson, jarðræktardeild
RALA veittu upplýsingar um gróðurbreytingar í túnum og lásu þá kafla yfir. Grétar Einarsson,
bútæknideild RALA, las yfir kaflann um jarðvinnslu og gaf góð ráð. Sigurgeir Ólafsson, plöntu-
sjúkdómadeild RALA, lýsti hvernig illgresiseyðar komast á skrá sem söluvara hér á landi. Ofan-
greindum mönnum er þökkuð veitt aðstoð.
HELSTU HEIMILDIR
Derrek Mundell & Sigurgeir Ólafsson, 1982. Residue of linuron in soils and potato in Iceland. ísl. landbún.
14(1-2): 3-17.
Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 1995. Jarðræktarrannsóknir 1994. FjölritRALA nr. 181.
Fryer, J.D. & R.J. Makepeace, 1978. Weed Control Handbook. Vol II Recommendations. Blackwell Sci. Publ.
532 s!
Guðni Þorvaldsson, 1993. Gróðurfar og nýting túna á Norðurlandi. Fjölrit RALA nr. 164.
Hance, R.J. & K. Holly, 1990. Weed Control Handbook. Principles. Blackwell Sci. Publ. 583 s.
Roberts, H.A., 1982. Weed Control Handbook. Principles. Blackwell Sci. Publ. 534 s.
Umhverfisráðuneytið, Hollustuvernd ríkisins, 1997. Yfirlit yfir plöntulyf, örgresisefni, stýriefni og útrýmingar-
efni er flytja má til Iandsins, selja eða nota sbr. 3. og 4. gr. reglugerðar nr. 50/1984 og skrá yfir framleiðendur og
umboðsmenn, ásamt samheitaskrá.