Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 135
127
FE/kg. Þekkt er að gæði beitar (það sem kýrnar raunverulega éta) eru yfirleitt heldur meiri en
það sem slegið er af sömu spildu (Poulsen og Kristensen 1997).
Samsetning bústofnsins er áætluð samkvæmt skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar og
forðagæsluskýrslum. Á Möðruvöllum voru skráð afdrif og afurðir hvers grips ífá fæðingu
(eða kaupum) til slátrunar eða lok tímabilsins. Þar sem ekki voru til öruggar upplýsingar um
aldur kjötgripa búsins við slátrun (þ.e. þeirra sem ekki voru í tilraunum) var hann áætlaður út-
ffá fallþunga gripsins;
Aldurí dögum = ((1,2764 x (fallþungi/0,47) - 11,34) x 1,1 (stíufóðrun)
Á kúabúunum 12 var miðað við samsetningu bústofnsins samkvæmt forðagæslu-
skýrslum (með smá leiðréttingum) þó að vissulega sé hægt að fá nákvæmari mynd með því að
fara betur ofan í nautgriparæktarskýrslurnar. Bústofninn var flokkaður í;
• Árssmákálfa <6 mánaða.
• Ársnaut til kjötffamleiðslu >6 mánaða.
• Árskvígur til mjólkurframleiðslu >6 mánaða.
• Ársmjólkurkýr.
• Annað búfé.
Fjöldi ársgripa í hverjum flokki eru heildarfjöldi daga sem þeir eru á skrá á tímabilinu
deilt með 365.
Til hægðarauka við ýmsa útreikninga og samanburði er bústofninn umreiknaður í jafn-
stórar framleiðslueiningar (ME) þar sem 1 ffamleiðslueining = 1 árskú;
Árskvr (samkvæmt skvrsluhaldi)
Ársfóður (FE) mjólkurkúa / (ársfóður mjólkurkúa + ársfóður geldneyta)
Fóðurnotkunin var metin á tvennan hátt. Annars vegar með því að skrá fóðurnotkunina,
þ.e. hreyfingar á fóðurbirgðum og bústofni yfir ákveðið tímabil og hins vegar með því að
reikna út ffæðilega fóðurþörf bústofnsins á sama tímabili. Þá er hægt að reikna út sk. fóður-
nýtingarstuðul sem er;
Fræðilegar fóðurþarfir (FE) / raunveruleg fóðurnotkun (FE) skv. birgðahaldi
Stuðullinn gefur vísbendingar um hversu vel bóndinn nýtir fóðrið. Hann er eingöngu
reiknaður út eftir fóðrun á innistöðu en síðan er sami nýtingarstuðull notaður yfir beitartímann
(Poulsen og Kristensen 1997). Samkvæmt dönskum heimildum er stuðullinn venjulega <1 og
>0,70 og 0,87 að meðaltali. Þeir þættir sem einna helst hafa áhrif á fóðurnýtinguna eru að-
búnaður dýranna, hirðing, fóðrun, sjúkdómar, moðhlutdeild sem fer til spillis og síðast en
ekki síst afurðastig bústofnsins (Poulsen og Kristensen 1997). Með auknu afúrðastigi fylgir
aukinn fóðurstyrkur sem hefur í för með sér lakari fóðurnýtingu vegna þess að meltanleiki
fóðursins lækkar án þess að leiðrétt sé fyrir því í fræðilegu þörfunum. Á Möðruvöllum var
fóðurnýtingarstuðullinn reiknaður eftir að búið var að draga frá skemmt fóður sem aldrei var
gefið (þ.e. skemmdar rúllur). Hlutdeild skemmds fóðurs af heildarfóðri var um 1% (0^1%) af
heildaruppskeru að meðaltali á Möðruvöllum árin 1992-1997. Á kúabúunum 12 liggja ekki
fyrir upplýsingar um skemmt fóður og þess vegna er gert ráð fýrir að það sé 1% á öllum