Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 139
131
Til þess að næringarefnabókhaldið hafi einhver hagnýt not fyrir bóndann í rekstrar-
áætlunum þarf að fara nánar ofan í næringarefnaferlin á sjálfu búinu. Þá er hægt að taka tillit
til þess að ffamleiðslan á kúabúinu er lagskipt og því nauðsynlegt að reikna jöfnuð fyrir hvert
lag eða ferli. Eðlileg skipting eða flokkun er á milli úthaga (H), ræktaðs lands (R) og bústofns
(B). Hér verður úthaganum sleppt (H=0) þar sem hann er talinn hafa litla þýðingu í
næringarefnaferlum búanna sem hér eru til umræðu.
Rœktunarjöfnuðurinn (R) fæst með;
tr-Úr
þar sem; Ir = NPK áborið í tilbúnum áburði + NPK með mykju.
Úr = NPK í uppskeru (í hlöðu og af beit).
N, P og K í mykjunni er áætlað út ffá reiknuðu heildarefnamagni eins og lýst hefur
verið hér að framan. Til þess að koma í veg fyrir mismunun á milli tilbúins áburðar og mykju
í síðari útreikningum er nauðsynlegt að áætla áburðaráhrif mykjunnar sem ígildi tilbúins
áburðar. Það er gert með því að umreikna heildarmagnið með ákveðnum nýtingarstuðlum.
Hér er reiknað með því að 50% af heildar-N í haughúsi nýtist sem áburður á fyrsta ári, P
nýtist 100% og K 90%. Áætlað er að 60% af N og 10% af P og K (af heild) tapist í beitar-
mykjunni vegna þess að hún lendir fyrir utan ræktunarlandið, dreifist ójafnt eða gufar upp
(N). Ræktunarjöfnuðurinn er gefmn upp sem kg N, P eða K/ha.
Bústofnsjöfnuður (S) er reiknaður þannig;
Is-Ús
þegar; I, = Innbyrt NPK.
Ús = NPK í afurðum + NPK í bústofni + NPK í mykju alls x nýtingastuðlar (sjá áður)
Bústofnsjöfnuðurinn er hér gefinn upp sem kg N, P eða K/ha.
Nýting næringarefna í mykjunni er það sem fyrr hefur verið áætlað fyrir ræktunar-
jöfnuðinn (R). Hér er mykjan talin til afúrða hjá bústofninum eins og gert er að bandarískri
fyrirmynd (Bacon o.fl.1990) en víða í Evrópu er litið á mykjuna sem efnatap frá bústofninum
(Halberg o.fl. 1997, Aarts o.fl. 1992, Korevaar 1992).
Til þess að athuga hvort rétt hafi verið reiknað þarf eftirfarandi jafna alltaf að vera sönn;
B=H+R+S
Þá er einnig hægt að reikna ýmsa umbreytingastuðla til þess að fá upplýsingar um hvað
þarf mörg kíló af næringarefnum í áburði eða fóðri til þess að framleiða 1 kg af næringar-
efnum í plöntu- eða dýraafurðum;
l/Ú
Þessa stuðla er hægt að reikna fyrir R, S eða B og má nota til að bera saman næringar-
efnanýtingu á milli búa, búgreina og landa að því gefnu að alls staðar sé notaður eins reikni-
grunnur. Ef hins vegar á að nota bókhaldið til þess að ákvarða umhverfisáhrif af búunum er
eðlilegra að nota jöfnuðinn sem N, P eða K/ha.
NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐUR
í 2. töflu eru helstu upplýsingar um ræktun, bústofn og afurðir á kúabúunum sem hér eru til