Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 141
133
Raunhæfur munur var á milli uppskeru sumrana 1994 og 1995 en ekki reyndist raunhæfur
munur á milli bæja. Þetta er umtalsvert meiri uppskera heldur mælst hefur á Möðruvöllum.
Þar var meðaluppskera (5 ára) 35 hestburðir þurrefnis og þar af 4 hestburðir af beit. Ástæður
fyrir þessum mikla mun geta verið nokkrar. í fyrsta lagi er fóðurgildi heyjanna á Möðru-
völlum umtalsvert hærra, eða 0,83 á móti 0,77 FE/kg þe. sem er að einhverju leyti á kostnað
þurrefnisuppskerunnar. í öðru lagi var uppskerubrestur á Möðruvöllum sumarið 1995 vegna
flóða. í þriðja lagi er sennilegt að uppskera samkvæmt forðagæsluskýrslum sé á einhvern hátt
ofmetin sumsstaðar. Til dæmis er fóðurnýtingarstuðull búanna tólf mun lægri en á Möðru-
völlum, eða 0,84 á móti 0,94. Breytileiki á milli búa er þó umtalsverður.
4. tafla. Fóðurgildi heyja og kjarnfóðurs á 12 kúabúum í Eyjafirði og á tilrauna-
stöðinni á Möðruvöllum. Staðalfrávik lýsa breytileika á milli búa innan sama
tímabils nema á Möðruvöllum. Þar sýna staðalfrávik breytileika milli tímabila.
Uppskera kg þe./ha FE í kg þe. g prótein g AAT gPBV
Hey í hlöðu 4.193 0,77 170 87 17
Staðalfrávik 632 0,07 16 4 14
Á Möðruvöllum 3.154 0,83 177 89 12
Staðalfrávik 394 0,02 12 2 7
Kjarnfóður 1,01 181 109 -17
Staðalfrávik 0,01 22 5 13
Á 1. mynd kemur fram meðalhlutdeild fóðurflokka á búunum 12 og reynist hún vera
mjög svipuð og á Möðruvallabúinu (Þóroddur Sveinsson 1997). Að jafnaði er 88% (74-92%)
fóðursins heimaflað og hlutdeild rúlla af heyfeng var mjög breytileg eða 0-100%.
1. mynd. Skipting fóðureininga á fóður-
flokka á 12 kúabúum í Eyjafirði.
í 5. töflu eru síðan niðurstöður næringarefnabókhaldsins sýndar í heild sinni. Töflunni
er skipt í ræktunarjöfnuð (R), bústofnsjöfnuð (S) og búsjöfnuð (B). R og S lýsa framleiðslu-
stigunum tveimur innan kúabús en B sýnir heildarniðurstöðu búanna. Jöfnuðurinn sýnir mis-
mun á inn- og útstreymi næringarefnanna á hverju stigi og stærð hans segir til um magn
næringarefna sem hefur tapast við útskolun eða safnast fyrir í jarðvegi. í ræktununar-
jöfnuðinum er innstreymi næringarefnanna í formi tilbúins áburðar og búfjáráburðar. Efna-
innihald búfjáráburðarins er áætlað út ffá því fóðri sem bústofninn innbyrti og þeim aíurðum