Ráðunautafundur - 15.02.1998, Side 149
RAÐUNRUTflFUNDUR 1998
Dreifing áburðar síðsumars og að hausti
Hólmgeir Björnsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
DREIFING BÚFJÁRÁBURÐAR
Nýting tilbúins áburðar á tún er almennt talin best ef borið er á um eða skömmu eftir byrjun
gróanda á vorin, eftir að jörð er orðin nægilega þurr til umferðar og áður en hún nær að of-
þoma (Hólmgeir Björnsson og Jónatan Hermannsson 1987). Áður en notkun tilbúins áburðar
varð algeng voru gerðar nokkrar tilraunir með dreifingartíma búfjáráburðar frá hausti til vors.
Helstu niðurstöður koma ffam í 1. töflu þótt ekki séu taldar allar tilraunir sem gerðar voru
(Guðmundur Jónsson 1942, 1979, í síðar töldu heimildinni er vísað í tilraunaskýrslur, Magnús
Óskarsson 1992).
1. tafla. Tilraunir með áburðartíma búfjáráburðar. Uppskera er hey, hkg/ha, ýmist þurrkað á velli eða sýni tekin
og þurrkuð. Á Reykhólum voru sýnin þurrkuð í þurrkskáp. Meðalta! og spönn dreifmgartíma á Eiðum er gefin.
t/ha Ár Haust Vetur (Mv=miðsvetrar) Vor Vor/sumar Án áb.
Dags: 21.9. 13.10. 18.4. 7.5.
Mykja eða saur (16.-28.) (5.-18.) (11.-29.) (3.-13.)
Eiðum 22—45 '29-41 45,5 41,2 34,4 31,8
Sámsstöðum 26,4 '41-49 42,3 45,3 (Mv.) 42,7 23,7
Akureyri 30 '39-'49 72,3 62,5 (Mv.) 63,3 32,1
Reykhólum 20 '54—'59 83,5 78,2
Þvag
Sámsstöðum 12 '41-'49 40,6 44,5 (Mv.) 50,1 46,7 (-1.6.) 28,2
Akureyri 10 '39—'49 72,3 63,3 (Mv.) 70,9 70,9 (milli sl.) 46,8
Dagsetningar áburðardreifingar voru ekki í þeim heimildum sem leitað var til nema á
Eiðum. Þar var áburður 22 tonn/ha í fjögur ár, 33 t/ha í eitt ár og síðan 45 t/ha frá 1933. Á
Akureyri var borinn tilbúinn nituráburður á alla reiti, síðasta árið 26 kg N/ha, og enn fremur
kalí og fosfór á reiti án búfjáráburðar (Árni Jónsson 1951). Fosfór var jafnan borinn á með
þvagi. Þegar þessar niðurstöður eru skoðaðar er nauðsynlegt að hafa í huga að mykjan
(saurinn á Akureyri) var ekki vatnsblönduð. Lélegur árangur af vordreifingu á Eiðum og
Akureyri er því vegna lakari ávinnslu en þegar dreift var að hausti. Annar áburðartíminn á
Eiðum, í október, var eftir að jörð fraus þótt hún hafi stundum þiðnað effir það (Ólafur Jóns-
son 1951). Á Sámsstöðum er tekið fram að dreifingartímarnir hafi gefið mismunandi árangur
eftir veðurfari. í köldum og þurrum vorum var haust- og miðsvetrardreifmg best (Klemenz
Kr. Kristjánsson 1953). Á Reykhólum voru borin á 41 kg N/ha með mykjunni og þar var
einnig borin saman haust- og vorbreiðsla á grindataði (Árni Jónsson og Hólmgeir Björnsson
1964). Mikilvægasta niðurstaða þessara tilrauna er e.t.v. sú að haustdreifing áburðar getur