Ráðunautafundur - 15.02.1998, Qupperneq 150
142
gefið góða raun. Tilraunirnar með dreifingartíma þvags væru e.t.v. verðar frekari skoðunar,
m.a. m.t.t. veðurfars, þótt upplýsingar vanti um efnamagn þvagsins.
TILRAUNIR MEÐ DREIFINGU ÁBURÐAR AÐ SUMRI OG HAUSTI
Haustið er víða hentugur tími til dreifingar búfjáráburðar. Enn fremur hefúr komið ffarn í til-
raunum með ræktun grasfræs að dreifing áburðar að hausti stuðlar að sprotamyndun árið eftir,
t.d. hjá sveifgrasi. Því kynni haustdreifing á tún einnig að stuðla að betri grassverði að vori
(Þorsteinn Tómasson, munnleg heimild). í tilraun á Reykhólum með áburð milli slátta var
tvívegis látið hjá líða að slá seinni slátt og fengust þá áburðaráhrifin árið eftir (Hólmgeir
Björnsson og Jónatan Hermansson 1987). I ýmsum tilraunum öðrum hefur komið fram að
óhætt sé að láta nokkurt gras óslegið að hausti, það skilar sér nokkurn veginn í grasvexti
sumarið effir (Hólmgeir Björnsson 1979, Hólmgeir Björnsson og Áslaug Helgadóttir 1988). Á
vorin skortir oft túnbeit. Áburður að hausti ætti að tryggja að grasspretta geti hafist eins flótt
og skilyrði leyfa að öðru leyti (Guðni Þorvaldsson 1998). Hins vegar hefur það lengi verið
ríkjandi skoðun að áburðardreifing síðsumars, sem veldur grasvexti fram eftir hausti, dragi úr
hörðnun grassins og auki þar með kalhættu. Einnig er talin mikil hætta á að áburður, sem er
borinn á eftir að spretta er að mestu hætt, skolist út að vetri. Með því væri verðmætum á glæ
kastað og hætta væri á mengun eða ofauðgun umhverfisins. Því virtust ærin tilefni til að gera
tilraunir með dreifingu áburðar að hausti og hófúst þær 1980. Áburðarskammtur til að bera á
síðsumars og á haustin var ákveðinn 60 kg N/ha, sem er nokkuð ríflegt miðað við að algengt
er að bera á 120 kg N/ha alls á ári. Hins vegar mun þetta vera nokkuð nærri því að vera jafn-
gildi þeirra nituráburðaráhrifa sem venjulegir skammtar búfjáráburðar hafa (Sigfús Ólafsson,
1979). Einnig er oftast auðveldara að greina áhrif áburðarins ef stórir skammtar eru notaðir.
T.d. ætti það að auka kalhættuna.
í 2. töflu er yfirlit yfir liði í þessum tilraunum og meðaltími dreifmgar tilraunaáburðar
gefinn. Frávik voru að jafnaði lítil. Tilraunaárið er hugsað frá því eftir 1. slátt til 1. sláttar árið
eftir. í tilraununum eru áhrif áburðar síðsumars eða að hausti borin saman við áhrif sama
magns að vori. Á vorin var borinn grunnskammtur á alla reiti jafnt, 60 kg N/ha. Á saman-
burðarreitina var ekki borið meira nitur, en á alla aðra reiti voru borin 60 kg N/ha á þeim tíma
sem gefinn er í 2. töflu. Enn fremur er sýndur meðalsláttutími. Einstökum tilraunaárum er þó
sleppt úr meðaltölunum, sjá lýsingu á tilraunum. í fyrstu tilraununum fékkst samanburður
milli tegunda og yrkja, því að notaðir voru reitir þar sem sáð hafði verið hreinum tegundum.
Upphaflegu tilrauninni var lokið og voru reitirnir nýttir að nýju í þessar tilraunir. í seinni til-
raunum voru reyndir ýmsir tilraunaliðir sem ekki komust fyrir í þeim fyrstu. Á Korpu voru
venjulega klipptar rendur, 2x0,1 m, til að mæla grasvöxt rétt áður en borið var á að vori og
hausti, og einstaka sinnum endranær. Á tvíslegnum reitum fékkst samanburður við uppskeru-
mælingu með slætti. Ekki var klippt af hverjum reit fyrr en tilraunameðferð var hafin. Upp-
skera sem fékkst með klippingu var sameinuð af samreitum í eitt sýni til efnagreiningar, enda
var hún að jafnaði lítil. Annars voru sýni af hverjum reit efnagreind.