Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 151
143
Korpa I
Til umráða voru reitir með átta yrkjum af fjórum tegundum í fjórum samreitum hver. Þessir
reitir voru notaðir sem stórreitir og skipt í fjóra smáreiti hverjum. í þessari fyrstu tilraun var
þó taiin þörf á fímm tilraunaiiðum og þeim komið fyrir með því móti að tveir tilraunaliðir
voru aðeins í tveimur endurtekningum hvor, og þeir voru aldrei saman á stórreit. Þetta eru
liðir merktir d. og g. í 2. töflu, síðsumardreifmg og samanburður. Eftir lok tiiraunarinnar við
1. sl. 1985 voru borin 64 kg N/ha á alla reiti jafnt og háin slegin 14. ágúst tii að mæla eftir-
verkun. Við uppgjör var notuð aðferð sennilegustu frávika til að auðvelda samanburð á til-
raunaliðum sem voru ekki á sama stórreit. Fyrsta sumarið voru 120 kg N/ha borin á a-, d- og
e-lið og því er niðurstöðum frá tilraunaárinu 1980-81 sleppt úr öllum meðaltölum.
2. tafla. Tilraunaliðir og meðaldreifmgartími áburðar í hverjum lið. Einnig koma fram meðaitöl sláttutíma. Úr
meðaitölum er sleppt nokkrum tilraunaárum, sjá lýsingar á einstökum tilraunum.
Tví- slegið? I. II. Korpu III. IV. Möðruvöllum I. II.
Árabil: '80-85 '81 -'83 ■+ OO ‘1 0° '84—'87 '91-92 '91-'95
Áburðartímar
a. Eftir 1. sl. b. Eftir 1. sl. c. Síðsumars já nei já 8.7. 8.7. 7.7. 18.8. 8.7. /3I.7. 8.7731.7. 27.6. 15.6.
d. Síðsumars nei* 17.8. 8.9. 18.8. 20.8. 30.7. 6.8.
e. Að hausti nei* 28.9. 28.9. 23.9. 17.9. 25.9.
f. Að vori nei* 25.5. 25.5. 25.5. 23.5. 23.5. 17.5.
g. Samanburður nei* + + + + + +
Sláttutímar
1. sl. 7.7. 6.7. 6.7. 4.7725.7. 1.7. 18.6.
a. 2. sl. c. 2. sl. 17.8. 6.7. 18.8. 28.9. 20.8 9.8. 13.8.
+ Grunnáburður var borinn á alla reiti jafnt um leið og viðbótarskammturinn á f-lið, á samanburðarliðinn var
þetta eini áburðurinn.
* Allir reitir voru tvíslegnir á Möðruvöllum.
í nóvemberbyrjun 1983 voru tekin jarðvegssýni á 20 stórreitum, þ.e. 80 smáreitum, í 0-
20 sm dýpt og á 8 stórreitum í 20-40 sm dýpt að auki. Ákveðið var að mæla nítrat og
ammóníum fyrir þessa samantekt.
Vorið eftir, í apríl 1984, voru tekin rótarsýni úr 0-15 sm dýpt og ræturnar þvegnar.
Teknar voru þrjár stungur með sérstökum bor, alls 150 sm2 að flatarmáli. Sýnin voru tekin til
að mæla nitur í rótum. Hluti þess sem nefnt er rætur er því í rauninni stönglar og blöð. Einnig
þurfti að mæla glæðitap því að ekki tókst að þvo allan jarðveg úr sýnum, en þó er í út-
reikningum gert ráð fyrir að allt lífrænt efni hafi verið rætur. Þessi sýnitaka var takmörkuð við
yrkin Korpu af vallarfoxgrasi, Holt og Fylkingu af vallarsveifgrasi og íslenska snarrót.
Tveimur yrkjum af vallarfoxgrasi, Engmo og Öddu, var sleppt vegna kostnaðar, enda varla
nokkurs yrkismunar að vænta, og reitum með íslensku vallarsveifgrasi og beringspunti var
sleppt vegna þess að gróður var blandaður. Sömu reitir voru valdir til að mæla nitur í sýnum
af uppskeru. Fyrsta árið var þó mælt í öllum sýnum, og þá voru einnig mæld steinefni.