Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 152
144
Korpa II
Þessi tilraun var gerð á samskonar reitum og Korpa I og sömu yrki valin til efnagreiningar.
Farinn var millivegur við val dreifingartíma að hausti til að geta haft samanburðarlið í öllum
stórreitum. í uppgjöri var hann til einföldunar talinn með síðsumaráburði þótt um þrem vikum
munaði á Korpu.
I. og II. tili'aun á Korpu lágu fremur lágt og bar jarðvegur mikil einkenni flagmóa,
einkum í II. tilraun. Nokkuð ákveðin jarðvegs- og frjósemisskil lágu þvert á blokkir á I. til-
raun og mætti e.t.v. taka tillit til þeirra í uppgjöri þótt það hafi ekki verið gert.
Korpa III
Þessi tilraun var gerð á gömlu túni. Hálíngresi og vallarsveifgras var ríkjandi gróður. Til-
raunalandið var nokkuð ójafnt og því voru samreitir sex. Klippt sýni voru sameinuð úr þrem
og þrem endurtekningum í eitt samsýni. Þannig fékkst endurtekning á mælingu grassprettu og
upptöku niturs haust og vor í þessari tilraun. Jarðvegssýni voru tekin úr helmingi reita í 0-20
sm dýpt líkt og í I. tilraun. í þremur reitum voru tekin sýni í 20^10 sm dýpt.
Korpa IV
Þessi tilraun var gerð á tveggja ára gömlu vallarfoxgrastúni (Adda). Gróður var þó orðinn
nokkuð blandaður undir lok tilraunarinnar. Þessi tilraun var þáttatilraun með tvídeildum
reitum. A stórreitum voru sláttutímar 1. sláttar, sjá 2. töflu, og á millireitum voru tveir grunn-
áburðarskammtar, þ.e. 60 kg N/ha eins og í hinum tilraununum og 120 kg N/ha. Þessum
áburðar- og sláttutímareitum var skipt í sex smáreiti með fimm dreifingartímum og saman-
burðarlið. Samreitir voru aðeins tveir, en mikil endurtekning fæst þó á áburðartímum ef ekki
er nein víxlverkun við aðra þætti tilraunarinnar. Töluverður munur var á endurtekningunum
og lágu þær ekki saman. Tilraunin hófst vorið 1984 með því að tveir skammtar grunnáburðar
voru bornir á og uppskera var mæld í 1. sl., en henni er sleppt í þessu uppgjöri. Eftir lok til-
raunarinnar við 1. sl. 1987 voru borin 80 kg N/ha á alla reiti jafnt. Háin var slegin 23. sept. til
að mæla eftirverkun og sýni af uppskerunni greind til tegunda. Rótarsýni voru tekin árlega í
apríl til mælingar á nitri með sama hætti og lýst var með I. tilraun.
Möðruvöllum I og II
Fyrri tilraunin var á Neðstumýri, þar sem er ffemur rakt. Vallarfoxgras var ríkjandi gróður.
Landið kól veturinn 1992-93 og því eru niðurstöður aðeins frá einu heilu ári. Hin tilraunin
var á Fjóstúni, sem er mjög þurrt og jarðvegur upphaflega malarkenndur þurrlendismói. Holt
vallarsveifgras var ríkjandi gróður, en einnig var nokkuð af vallarfoxgrasi. í þessari grein eru
aðeins meðaltöl annars og þriðja tilraunaárs. Efnagreiningar voru fremur takmarkaðar og eru
ekki notaðar hér. í þessum tilraunum var 1. sl. sleginn fremur snemma og allir liðir slegnir
tvisvar.
Korpa. Tilraun nr. 608-84
Auk þessara tilrauna, sem báru raðnúmerið 528, voru 50, 100 og 150 kg/ha borin á 20.-22.8.