Ráðunautafundur - 15.02.1998, Qupperneq 154
146
4. tafla. Meðalupptaka niturs f grasi á ári, N kg/ha, og vegið mat á meðalárangri allra tilrauna.
Tví slegið? I. Korpu II. III. IV. Meðal- upptaka
a. Eftir 1. sl. já 67 62 96 104 81,9
b. Eftir l.sl. nei 99 77,3
c. Síðsumars já 93 79,4
d. Síðsumars nei 65 53 90 95 76,0
e. Að hausti nei 63 89 90 73,6
f. Að vori nei 68 60 101 115 85,8
g. Samanburður nei 39 32 61 75 51,5
^mm 2,4-3,8 2,0 3,2 5,7 1,82+
Upptekið N í 2. sl., a. 26 22 36 19 26,1
Upptekið N í 2. sl., c. 24
+ Skekkja samanburðar við b- og c-lið er hærri.
í III. og IV. tilraun jókst upptaka niturs um 40 kg N/ha við að bera 60 kg N/ha á að vori,
þ.e. um tvo þriðju hluta þess sem borið var á. Er það sú nýting (eða sýndarnýting) nitur-
áburðar sem má vænta þegar ræktunarskilyrði eru í góðu lagi (Hólmgeir Björnsson 1979). Á
Hvanneyri var nýting niturs í kalksaltpétri á bilinu 80-140 kg N/ha að meðaltali 65% í 12 ár
en aðeins 54% í Kjarna því að þörf var á kalkáburði (Hólmgeir Björnsson og Magnús Óskars-
son 1978). Nýtingin var þó töluvert breytileg (Hólmgeir Björnsson, 1978). Nýting langt undir
60%, sem er mæld með sæmilegu öryggi, er ótvíræð vísbending um að ræktunarskilyrði séu
ekki í góðu lagi og að áburður hafi tapast, t.d. við afnítrun eða útskolun (Hólmgeir Björnsson
1980). í I. og II. tilraun hefur nýting áburðar að vori aðeins verið um 47-48%.
Nýting áburðar eftir slátt hefúr ekki náð 50% nema í III. tilraun. Bendir það til umtals-
verðs taps, en binding á nitri kemur allt eins vel til greina. Af skiptingu niturupptöku í a-lið á
1. og 2. sl. og samanburði við g-lið má ráða að áburður milli slátta hafi aukið upptöku árið
eftir um 4,3 kg N/ha. Óvíst er þó hvort þessi munur er tölfræðilega marktækt stærri en núll. í
IV. tilraun voru prófuð áhrif þess að slá þrem vikum seinna en í hinum tilraununum. Enn
fremur var prófaður stærri áburðarskammtur að vori þannig að haustáburðurinn væri viðbót
við venjulegan túnskammt. Ekki komu fram víxlverkunarhrif áburðartíma við þessa með-
ferðarþætti. Endurtekning var þó takmörkuð og ekki þykir ástæða til að sýna sundurliðuð
meðaltöl.
Nýting niturs á mismunandi dreifingartímum var notuð til að reikna niturnýtni sem hlut-
fall með nýtingu við vordreifingu sem viðmiðun. Reyndist hún 71% fyrir dreifingu í ágúst
(ekki slegið að hausti) og 64% fyrir dreifingu í september. Staðalskekkja þessa mats er 6,4 og
staðalskekkja mismunarins 5,3 (skekkja mismunarins er minni vegna þess að teljarinn er
minni og deilirinn sá sami). Nýtnin er þó lakari ef aðeins eru notaðar þær tilraunir þar sem
nýtingin að vori var góð. Samkvæmt niðurstöðum tilrauna með dreifingartíma áburðar að vori
má ætla að áburði hafi í þessum tilraunum verið dreift um það bil sem nýtingin er best (Hólm-
geir Björnsson og Jónatan Hermannsson 1987). Samkvæmt sömu heimild er áburðarnýtingin
lakari ef áburði er skipt og hluti hans borinn á milli slátta. Munurinn var að meðaltali 8,9 kg