Ráðunautafundur - 15.02.1998, Síða 155
147
N/ha (haustáburðartilraunum sleppt), en hér er hann 3,9 kg N/ha. í tilraununum með áburð
milli slátta var eftirverkun seinasta árs hverrar tilraunar ókomin fram. Meðallengd tilraunanna
var 3,2 ár og með leik að þessum tölum má laga hlut áburðar milli slátta um 1,3 kg N/ha.
í 5. töflu er meðalupptaka tegunda og yrkja á nitri í tveimur tilraunum á Korpu. Víxl-
verkun við áburðartíma var ekki marktæk í hvorri tilraun um sig, en nokkrir drættir sem eru
sameiginlegir báðum tilraununum vekja athygli. Vallarfoxgrasið Korpa tekur upp mest nitur
þegar allur áburður er borinn á að vori þótt ekki jafnist á við IV. tilraun þar sem vallarfoxgras
var ríkjandi. Ekki er þó mikill munur á tegundum þegar vordreifing er borin saman við
dreifingu síðsumars eða að hausti. í 5. töflu sést einnig að mun minna nitur er í 2. sl. af vallar-
foxgrasi en öðrum tegundum. Hjá þeim virðist nokkuð tapast aukalega ef háin er ekki slegin,
sjá einnig b- og c-lið í 4. töflu. Þessar niðurstöður eru í ágætu samræmi við það sem vitað er,
að vallarfoxgras sprettur minna seinni hluta sumars en aðrar tegundir. Hefði jafnvel mátt
vænta skýrari niðurstöðu um að vordreifing henti því betur. Áhugavert væri að skoða aðrar til-
raunir með áburð milli slátta með tilliti til gróðurfars.
5. tafla. Meðalupptaka niturs, N kg/ha, samanburður tegunda á Korpu.
Korpa I. tilraun Holt Fylking Snarrót Korpa II. tilraun Holt Fylking Snarrót
a. Eftir 1. sl. 63 70 67 68 55 61 67 64
d. Síðsumars 70 56 64 69 54 51 52 54
e. Að hausti 68 55 63 66
f. Að vori 75 65 66 67 65 56 58 60
g. Samanburður 43 45 33 33 32 33 35 30
smm innan teg. 4,7- -7,5 4,0
f 2. sl. a-Iiðar 15 26 34 29 22 27 36 27
í 6. töflu er árleg upptaka, meðaltal tilrauna, og þar eru einnig niðurstöður mælinga á
eftirverkun í tveim tilraunum. Var hún mæld með því að bera jafnt á alla liði eftir að til-
raununum lauk og slá hána.
6. tafla. Meðalupptaka niturs á ári, meðaltal tilrauna á Korpu, og í mælingu á eftirverkun í
tveim tilraunum, N kg/ha.
'82 '83 '84 '85 '86 '87 Eftirverkun I* iv.*
a. Eftir 1. sl. 77 77 82 71 88 112 25 55
d. Síðsumars 70 70 79 70 75 104 30 59
e. Að hausti 71 71 75 67 73 92 30 59
f. Að vori 75 77 85 83 94 124 32 71
g. Samanburður 44 47 49 47 60 76 25 54
* Staðalskekkja mismunarins (s) var 1,7-2,7 í I. tilraun og 7,0 í IV. tilraun.
I b-lið IV. tilraunar mældust 64 kg N/ha.
Ákveðin skil verða eftir 1984. Nýting voráburðar var léleg í tveimur af þrem tilraunum
1982-84 en breyttist til hins betra 1985 í einu tilrauninni sem stóð svo lengi. Þá var nýtingin