Ráðunautafundur - 15.02.1998, Side 156
148
tæp 60%, svipuð og í IV. tilraun þar sem vallarfoxgras var ríkjandi. í f-lið var upptakan 77 kg
N/ha, 67 í a-, d- og e-lið að meðaltali, og 42 í g-lið. Ástæðan er ekki augljós, en vorin voru þó
heldur úrkomusamari fyrri árin en hin síðari. Einnig gæti jörðin hafa þornað betur svo að
hættan á afnítrun minnkaði, en vorþurrkar hafa ekki hamlað nýtingu áburðar í þessum til-
raunum. Að öðru leyti ber árum ágætlega saman innan tilrauna, nema í III. tilraun gaf áburður
borinn á í ágúst 1982 lakari árangur miðað við aðra liði en endranær, bæði í c- og d-lið. Upp-
takan var 84 kg N/ha að meðaltali í c- og d-lið, en 94, 89, 100 og 62 kg N/ha í a-, e-, f- og g-
lið.
Skil milli tilraunaára eftir 1. sl. byggjast m.a. á þeirri hugmynd að áburður allt að 120 kg
N/ha sé að mestu tekinn upp fyrir slátt sem er sleginn viku af júlí. Mæling á eftirverkun í I. til-
raun (6. tafla) virðist staðfesta þá hugmynd sæmilega. í IV. tilraun voru 180 kg N/ha borin á
fjóra af átta reitum a-liðar og tveir þeirra slegnir viku af júlí. Er það sennilega ástæða heldur
meiri í eftirverkunar á f-lið í henni. Gróðurgreining á endurvexti í IV. tilraun árið 1987 sýndi
verulega innblöndun af sveifgrasi og língresi, einkum eftir fyrri sláttutímann. Innblöndun lín-
gresis var mjög ójöfn og er það líklega ein af ástæðum þess að tilraunaskekkja var nokkuð
mikil í þessari tilraun.
UPPTAKA NITURS AÐ HAUSTI OG VORI
Upptaka næringarefna hefst strax og borið er á, og vöxtur örvast. Fylgst var með grasvexti
haust og vor með því að klippa rendur. I 7., 8. og 9. töflu er nitur í grasi eins og það mældist
við áburðardreifingu í ágúst, september og maí. Fyrsta tilraunaári er sleppt, nema í IV. tilraun
þar sem árlegar niðurstöður eru sýndar, en niðurstöðum fyrsta árs er þó sleppt úr meðal-
gildum. Tegundamunur kom fram í I. og II. tilraun sem er slegið saman. Tekið er meðaltal
fjögurra tilraunaára í I. tilraun og eins árs í II. tilraun. Áburðardreifing um 8. sept. í II. tilraun
er talin með niðurstöðum í ágúst. Leiðrétta þurfti meðaltal e-liðar sem er ekki í II. tilraun. Var
það gert þannig að samanburður raskaðist ekki við aðra liði, nema þá sem höfðu ekki verið
slegnir eftir að á þá var borið, þ.e. a-lið í ágúst og d-lið í september. Þegar há var slegin fékkst
samanburður á uppskerumælingu með klippingu og slætti. Klipping gaf ýmist svipaða eða að-
eins meiri uppskeru en sláttur.
Af niðurstöðum í 7. töflu má ráða að um 30% þess áburðar sem var borinn á að loknum
1. sl. (a-liður) hafi skilað sér í aukinni upptöku seint á ágúst, svipað í öllum tilraunum og hjá
öllum tegundum þótt vallarfoxgras spretti minnst. Eftir dreifingu í ágúst hafa um 20% skilað
sér í grasið mánuði seinna, heldur meira hjá vallarsveifgrasi en öðrum tegundum (8. tafla). Á
öðrum reitum hefur ekki mælst aukning á nitri í grasi frá ágúst til september, nema 1986. At-
hyglisvert er að haustáburður hefur næstum því eins mikil áhrif á endurvöxt eins og áburður
að vori. Helsta frávikið er í september 1986, aðallega vegna reita sem voru slegnir snemma og
fengu 180 kg N/ha að vori. Er það í samræmi við forsendur um skil tilraunaára við slátt eins
og fyrr var rætt. I septemberlok var samanburðarliðurinn að jafnaði svipaður og a-liður sem
var sleginn í ágúst.