Ráðunautafundur - 15.02.1998, Side 159
151
Alls voru um 45 kg N/ha í 0-20 sm og svipað í 20-40 sm í I. tilraun, en heldur minna í III.
tilraun. Umreikningur í kg/ha er þó óviss. Sýnin voru þurrkuð við 40°C og þá mælist meira
ammóníum en er í ferskum sýnum (Friðrik Pálmason, munnleg heimild).
Nítrat-N var rúmlega 1 kg/ha í efstu 20 sm og rúmlega 3 kg/ha í 20-40 sm. Hjá vallar-
foxgrasi var meira nítrat í e-lið (borið á í septemberlok) en í öðrum liðum og var munurinn um
2,7 kg N/ha í 0-20 sm og 2,6 kg N/ha í 20-40 sm. Þessi niðurstaða sýnir nokkra hættu á
aukinni útskolun nítrats þegar seint er borið á.
GRUNNÁBURÐUR OG SLÁTTUTÍMI
í 11. töflu er meðaltal upptöku niturs við mismunandi grunnáburð og sláttutímameðferð í IV.
tilraun á Korpu tvö seinni árin. Tilgangur þessara meðferðarþátta var að prófa hvort áhrif
dreifingartíma væru að einhverju leyti háð þessum þáttum. Þótt slík áhrif hafi ekki komið
fram þykir ástæða til að sýna meðaltöl þessara þátta. Þess má geta, að stærri grunn-
skammturinn skilaði sér ekki vei í fyrri sláttutímanum 1995. Þá fengust 70 kg N/ha eftir minni
skammtinn og 88 kg/ha eftir þann stærri, en við seinni sláttutímann fengust 65 og 105 kg
N/ha. Þessar tölur eru ekki í meðaltölunum í 11. töflu.
11. tafla. Magn niturs í uppskeru og í grasi í IV. tilraun á Korpu 1985-87 (tvö tilraunaár)
við mismunandi grunnáburð og sláttutíma, N kg/ha.
Slt: í uppskeru 1. 2. Ágúst 1. 2. September 1. 2. Maí 1. 2.
Grunnáburður, kg/ha
60 77 82 18 6 16 10 16 11
120 106 120 31 10 27 16 20 13
Mt. 92 101 25 8 22 13 18 12
Meðaltal
60 79 12 13 14
120 113 20 21 17
Stærri áburðarskammtar
í tveimur tilraunum voru stærri áburðarskammtar en 60 kg N/ha bornir á síðsumars. Árið 1980
voru 120 kg N/ha borin á a-, d- og e-lið í I. tilraun og að meðtöldum áburði vorið eftir var
áburður alls 180 kg N/ha, en á f-lið var áburðurinn aðeins 120 kg N/ha eins og síðar varð í
þessari tilraun. Upptaka niturs á einstökum liðum var 92, 77, 65, 59 og 33 kg/ha í a-, d-, e-, f-
og g-lið, þar af 50 kg/ha í 2. sl. 1980 á a-lið. Nýting voráburðar var svipuð og næstu þrjú ár á
eftir. Mismunur dreifingartíma að sumri var óvenjumikill. í a-lið var endurvöxtur allmikill og
nýtingin 55% af áburði umfram f-lið. Er það með því besta sem sumaráburður hefur gefið.
Áburður í september nýttist hins vegar illa.
í tilraun nr 608-84 voru 50, 100 og 150 kg N/ha borin á um 20. ágúst eftir slátt í júlflok
og 100 kg N/ha borin á að vori. Til samanburðar er sama magn, allt borið á að vori. Ágrip af
niðurstöðum eru í 12. töflu.
í þessari tilraun er uppskeran að heita má hin sama að meðaltali hvort sem áburður er