Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 161
153
þegar áburði er ekki skipt. Nýting áburðar er metin með því að reikna aukna upptöku niturs í
grasi sem hlutfall af áburði. Áburður að vori nýtist best, og nýting áburðar, sem borinn er á
eftir slátt, er heldur betri ef endurvöxturinn er sleginn þótt uppskeran verði meiri ef túnið fer
óslegið undir vetur.
Við góð skilyrði er áburðarnýting um tveir þriðju hlutar og það hefur hún verið í sumum
tilraunum og sum ár, en stundum mun lakari.
Nýting áburðar að sumri og hausti hefur sjaldan farið yfir helming, þótt uppskera hafi
verið síst minni en eftir voráburð, og er því lakari sem seinna er borið á. Áburðurinn virðist
ekki síður hafa nýst til rótarvaxtar en grasvaxtar.
Nýting áburðar eftir slátt er nokkuð jöfn ffá ári til árs og milli tilrauna. Þó er hún líklega
óhagstæðari hjá vallarfoxgrasi en snarrót og sveifgrasi.
Ástæður þess að áburður, sem borinn er á að sumri og hausti, nýtist ekki vel eru óljósar.
Nýtingin er þó lítið breytileg og síðla vetrar hefúr fundist aukning niturs í rótum sem nemur
um 90-100% þess sem borið er á. Því er nærtækt að álykta að fremur sé um bindingu en tap
niturs að ræða.
Oft er hentugt að dreifa búfjáráburði að sumri eða hausti. Niðurstöður þessara tilrauna
um áburðartíma gilda væntanlega í aðalatriðum um búfjáráburð, þótt hann virki hægar og hafi
e.t.v. einnig önnur áhrif en bein áburðaráhrif.
Nýting áburðar er lakari ef dreifing dregst ffam effir september og hætta á tapi áburðar
vex, einkum ef hún dregst ffam í frost. Erlendis er bannað að dreifa búfjáráburði á freðna jörð.
Búfjáráburði er oft dreift síðla vetrar eða snemma vors og getur dreifmg áburðar í apríl rétt
áður en jörð grænkar gefist vel (Guðni Þorvaldsson 1998).
Dreifing áburðar eftir slátt hefur einkum gildi til að fá endurvöxt til sláttar eða beitar.
Einnig flýtir hann byrjun vorgróðurs og getur það komið sér vel til vorbeitar lambfjár. Haust-
áburður nýtist mun ver en voráburðar ef skilyrði til dreifingar eru góð að vori. Öðru máli kann
að gegna ef hætta er á að jörð sé of blaut eða of þurr að vori.
Frekari tilraunir með dreifingartíma áburðar þyrfti að gera við ólík jarðvegs- og veður-
skilyrði og leitast við að meta hættu á afnítrun og útskolun.
HEIMILDIR
Árni Jónsson, 1951. Skýrslur tilraunastöðvanna 1947-1950. Rit landbúnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans,
A-flokkur nr. 4, 124 bls.
Árni Jónsson & Hólmgeir Björnsson, 1964. Skýrslur tilraunastöðvanna 1959-1960. Rit landbúnaðardeildar At-
vinnudeildar Háskólans, A-flokkur nr. 16, 108 bls.
Ámi Jónsson & Matthías Eggertsson, 1967. Skýrslur tilraunastöðvanna 1960-1964. Rit landbúnaðardeildar At-
vinnudeildar Háskólans, A-flokkur nr. 18, 184 bls.
Bjarni E. Guðleifsson, 1971. Um kal og kalskemmdir. I. Ræktun og nytjar túna, og áhrif þessara þátta á kal. Árs-
rit Ræktunarfélags Norðurlands 68: 73-93.
Guðmundur Jónsson, 1942. Búfjáráburður. Búfræðingurinn 9: 5-111.
Guðmundur Jónsson, 1979. Skrá um rannsóknir í landbúnaði. Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 428 bls.
Guðni Þorvaldsson, 1998. Áhrif veðurþátta og áburðartíma á byrjun gróanda og sprettu. Ráðunautafundur 1998,
(þetta hefti).