Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 167
159
0°C á þessum tímapunkti, þau ár fór hann yfir núllið tveimur dögum síðar. Mynstrið virðist
svipað á hinum stöðvunum. Jörð er að jafnaði orðin klakalaus í 10 sm dýpt þegar byrjar að
grænka og oftast í 20 sm dýpt, en þó ekki alltaf.
Sé þetta haft sem viðmiðun hefúr jörð verið orðin klakalaus niður í 10-20 sm dýpt
dagana sem gróandinn var talinn hefjast á stöðvunum sem hér eru skoðaðar. Þó svo að lofthiti
hafi e.t.v. verið nægur hefur ekki byrjað að grænka fyrr, væntanlega vegna jarðklaka eða
snjóa.
Útreikningar á áhrifum veðurþátta byggjast á veðurgögnum frá níu stöðvum eins og
áður hefur komið fram og umfjöllunin hér á eítir um áhrif veðurþátta miðast eingöngu við
þær. Samkvæmt þeim gögnum þarf ekki nema 2-3 sólarhringa hlýindi eftir kuldakafla til að
grænn litur komi á tún sé jörðin á annað borð tilbúin. Það kom í ljós að meðalhiti þriggja
síðustu daga fyrir byrjun gróanda hefur verið 5,1°C og meðalhiti sjö síðustu daga 4,1°C
(miðað er við hita í 2 m hæð). Þetta er eitthvað hærri hiti en þarf til að tún fari að lifna. Sum
ár hlýnar snögglega og þá getur hitinn þessa daga farið langt yfir það sem þarf til að koma
gróðrinum af stað. Það má því segja sem svo að þegar jörð er orðin klakalaus niður í a.m.k.
15-20 sm dýpt geti farið að grænka þegar þriggja sólarhringa meðaltöl ná 3-6°C. Hitinn þarf
væntanlega að vera hærri ef jörðin er mjög köld. Meðalhiti sjö sólarhringa þarf að komast í 3-
4° til að fari að grænka.
Út ffá veðurgögnum var reynt að skoða hvaða áhrif hiti hinna ýmsu mánaða (sept.-
apríl) hefði á það hvenær vorsins byrjaði að grænka. Prófað var að nota mánuðina hvern fyrir
sig og slá þeim saman á ýmsa vegu. Best reyndist að hafa september og október saman (í
þessari grein eru þeir kallaðir haustmánuðir), nóvember-febrúar saman (hér nefndir vetrar-
mánuðir) og mars og apríl saman (hér nefndir vormánuðir). Þetta er þó ekki hin hefðbundna
skipting Veðurstofunnar í haust-, vetrar- og vormánuði. Marktækt samspil reyndist á milli
vormánaða og stöðva, þ.e. aðhvarfslínur voru ekki samsíða. Tvær stöðvar skáru sig úr, Vík
(hlýjast) og Brú (kaldast). Þess vegna voru reiknaðir þrír stuðlar fyrir vormánuðina, þ.e. sér-
stakir stuðlar fyrir Vík og Brú en sameiginlegur stuðull fyrir hinar (3. tafla). Þessar niður-
stöður sýna eins og við var að búast að vetrar- og sérstaklega vorhitinn hefur mikil áhrif á það
hvenær byrjar að grænka. Fyrir hverja gráðu sem vetrarhitinn (nóv.-febr.) lækkar seinkar vor-
komunni um 2 daga og hver gráða í vorhita (mars-apríl) breytir vorkomunni um 6 daga (3
daga á Brú en 11 daga í Vík). Ef til vill tengist sérstaða Brúar og Víkur því að veturinn og
vorið á Brú er kaldast en hlýjast í Vík. Lágur stuðull fyrir vorhitann á Brú gæti verið vegna
þess að þar vori seinna en á hinum stöðunum. Hafa ber í huga að í þessari greiningu er ekki
tekið tillit til snjóa eða svella, en þetta hvort tveggja hefur mikil áhrif ásamt hitanum. Mikill
snjór varnar því að frost gangi langt niður í jarðveginn þótt kalt sé í veðri.
Athygli vekur að stuðullinn fyrir haustmánuðina hefur öfugt formerki við vetrar- og
vormánuðina, þ.e. hærri hiti að hausti hefur tilhneigingu til að seinka vorkomunni árið eftir
sem nemur 2 dögum fýrir hverja gráðu. Ef þessi áhrif eru raunveruleg vaknar sú spurning
hvað valdi. Verður e.t.v. meiri orkusóun hjá plöntunum þegar haustin eru hlý og undir-