Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 170
162
þeim túnum sem miðað var við og matsmönnunum. Eigi að síður eiga þessar niðurstöður sem
heild að gefa ágætar vísbendingar. Meðaldagsetning fyrir byrjun grænku í þessu safni er 7.
maí. Páll Bergþórsson (1983) segir að sambærileg dagsetning fyrir árin 1931-1945 hafi verið
2. maí. Þessi ár voru hlý og er ekki óeðlilegt að slíkur munur komi fram, auk þess sem
stöðvarnar eru ekki þær sömu nema að hluta til.
Magnús Óskarsson og Bjarni Guðmundsson (1971) áætluðu út ífá sex ára tilraunum
með vallarfoxgras að spretta þess hæfist þegar meðalhiti sólarhringsins fer yfir 4,2°C. Þá var
gert ráð fyrir línulegu sambandi fjölda gráðudaga og uppskeru. Tilraunareitirnir urðu svo al-
grænir um 3 vikum síðar. Það kemur ágætlega heim og saman við þessar niðurstöður, en rétt
er þó að hafa í huga að bæði er tegundamunur, stofnamunur og meðferðarmunur á því hvenær
grös fara að lifna.
Bjarni Guðmundsson (1974) og Páll Bergþórsson (1983) hafa með hjálp veðurgagna
reynt að reikna út dagsetningar á byrjun gróanda á hinum ýmsu stöðum, hvor með sinni að-
ferð. Bjarni gengur út frá því að tún byrji að grænka þegar meðalhiti sólarhringsins fer yfir
4°C (reiknað eftir mánaðameðaltölum). Út frá þessu hefur hann skipt landinu í fjóra flokka
eftir því hvenær byrjar að grænka. I stórum dráttum er sú skipting ekki fjarri þessum niður-
stöðum. Breytileiki innan svæða getur hins vegar verið töluverður. Útreikningar Bjarna gefa í
heildina til kynna að vorgróður byrji heldur fyrr en athugunarmenn hafa skráð í þessum
gögnum. Hann miðaði við meðaltal áranna 1957-1964 sem væntanlega er eitthvað hlýrra en
meðaltal áranna 1961-1993. Ennfremur ber að hafa í huga að sum ár byrjar ekki að grænka
vegna jarðklaka eða snjóa þótt lofthiti sé orðinn nægur. Sé ekki tekið tillit til þess er eðlilegt
að útreikningar gefi að vorgróður byrji að meðaltali heldur fýrr en athugunarmenn skrá. Með-
alhiti vikunnar fyrir byrjun grænku í þessum gögnum var orðinn 4,1°C og meðalhiti 3 daga
fyrir byrjun grænku orðinn 5,1°C, sem er heldur hærri hiti en ætti að þurfa til að koma
gróðrinum af stað.
Páll gengur út ffá því að tún byrji að grænka þegar meðalhiti 30 síðustu daga er orðinn
2,7°C. Hann reiknaði þetta fyrir 20 stöðvar árin 1971—1980. Þegar þær niðurstöður eru bornar
saman við þær sem hér eru kynntar, þ.e. á þeim stöðvum sem eru sameiginlegar, munar yfir-
leitt ekki mörgum dögum. Langmestu munar á Suðureyri, en þar byrjar samkvæmt skrán-
ingum, að grænka 18 dögum seinna en útreikningarnir gefa til kynna. Ástæða þessa gæti verið
sú að mikil snjóþyngsli geta verið á norðanverðum Vestfjörðum og algengt að snjórinn ráði
því hvenær tún byrja að grænka. Þessir útreikningar Páls gáfú hins vegar nánast sama meðal-
tal og hér fékkst, eða 6. maí.
Það er því enginn grundvallarmunur á þess.um niðurstöðum og niðurstöðum þeirra
Bjarna og Páls, en sá munur sem fram kemur skýrist væntanlega fyrst og ffemst af því að þar
er miðað við lofthita að vori en ekki tekið tillit til jarðklaka eða snjóa. Aðferð Páls felur þó í
sér vissa leiðréttingu með tilliti til þessa þar sem hann styðst við meðalhita langs tíma.
Landström (1990) skoðaði byrjun sprettu hjá vallarfoxgrasi árin 1981-1987. Hann
komst að því að spretta hæfist 3-^1 dögum effir að meðalhiti sólarhringsins næði 5°C, að því